Freisting
Ætla að halda áfram undir merkjum Gríms kokks
Grímur Gíslason annar aðaleiganda Karató ehf. sagði í samtali við sudurland.is að nú væri beðið eftir að gjaldþrotabeiðnin verði tekin fyrir hjá Héraðsdómi og þá væntanlega skipaður skiptastjóri.
Hvað hann gerir veit náttúrulega enginn í dag en það sem snýr að mér þá er ég að stefna að og er byrjaður á að undirbúa framleiðsluþáttinn. Ég ætla að halda áfram framleiðslu á vörum undir merkjum Gríms kokks.
Grímur sagði að það yrði í húsnæði sem átti að hýsa verksmiðjuna Vestmar ehf. sem keypt var til Eyja fyrir nokkrum árum en fór aldrei af stað. Aðspurður hvort hann nýtti þau tæki sem fyrir voru sagði hann þau ekki ætluð fyrir slíka framleiðslu. Svo getum við orðað það svo að þau voru mörg hver ekki beysin. Hann sagði að hann væri búinn að panta tækin en það tæki tíma að fá þau og koma þeim upp. Ég kem til með að ræða við bústjórann hvort hægt sé að leigja eldhúsið í Höllinni undir þá starfsemi á meðan við gerum klárt út á Eiði. Búið er að stofna fyrirtæki undir starfsemina og heitir það Grímur kokkur ehf. Fjórtán manns störfuðu í fyrirtækinu í fullri vinnu og hátt í sjötíu manns störfuðu í Höllinni í aukavinnu.
Mynd; Sudurland.is
Greint frá á Sudurland.is
-
Frétt3 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt2 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum
-
Frétt5 klukkustundir síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa