KM
Aðalfundur & árshátíð KM
Aðalfundur og árshátíð Klúbbs Matreiðslumeistara verður haldin á Hótel Hamri v/ Borgarnes laugardaginn 3. maí ( ath. eigin bílar )
Dagskrá:
Kl. 11:30 Mæting, inntékk, súpa, salat og brauð í boði klúbbsins
Kl. 12:30 Aðalfundur hefst
Kl. 14:00 Makaprógramm m.a. leiksýningin Brák í Landnámssetrinu.
Kl. 16:30 Sameiginlegt kaffi í 30 mín
Kl. 18:00 Aðalfundi slitið
Kl. 19:00 Fordrykkur, borðhald og gaman fram á nótt.
Hátíðarkvöldverður með Ólympíumatseðli Landsliðs matreiðslumanna
Landsfrægir skemmtikraftar, glæsilegt happdrætti og við sjálf.
7. grein AÐALFUNDUR:
7.1 Aðalfund skal halda fyrir maílok ár hvert. Öll aðalfundarboð eiga að innihalda greinilega hvað tekið verður fyrir á fundinum.
Aðalfundarstörf eru:
Fundur settur
Kosning fundarstjóra
Kosning fundaritara
Fundagerð síðasta aðalfundar
Skýrsla forseta
Skýrsla gjaldkera
Skýrslur nefnda á vegum KM
Lagabreyting
Stjórnarkosningar.
Kosning skoðunarmanna reikninga
Kosning fulltrúa í stjórn N.K.F.
Kosning í nefndir á vegum K.M.
Félagsgjöld
Önnur mál
Fundi slitið
7.2 Fundarboð og tillögur að lagabreytingum á aðalfund á að senda með minnst átta daga fyrirvara, bréflega.
7.3 Félagar skulu á aðalfundi bera einkennisklæðnað, kokkajakka og svartar buxur. Þeir félagar sem K.M. hefur heiðrað með orðu skulu bera þær á aðalfundi.
7.4 Aðalfundur kýs fundarstjóra og fundarritara. Atkvæðisrétt er aðeins hægt að nota með því að mæta á aðalfund og einnig verða menn að vera skuldlausir við K.M. til að neyta atkvæðisréttar síns.
Reglugerð fellur ekki undir lög KM:
Kosning til stjórnar:
– Ávallt skal vera leynileg kosning til stjórnar ef fleiri en einn bjóða sig fram.
Kosning fer þannig fram:
– Skrifa skal nöfn þeirra sem eru í framboði á töflu eða á annan áberandi hátt.
– Sérstakur kjörseðill er notaður sem Orðu- og laganefnd sér um.
– Orðu- og laganefnd skal hafa umsjón og framkvæmd með kosningum.
– Sé kosið um fleiri en einn stjórnarmeðlim og margir gefa sig fram skal skrifa þann fjölda sem kosið er um
á kjörseðilinn.
– Er þá hvert nafn á kjörseðli eitt atkvæði.
– Kjósa skal sérstaklega um varamann.
– Ef menn hljóta jafn mörg atkvæði skal varpa hlutkesti.
– Gefa á mönnum tækifæri á að kynna sig áður en kosning fer fram.
Stjórn KM 2007-2008
Núverandi stjórn KM var kosin á aðalfundi á Hótel Selfossi 30. apríl 2007.
Eftirtaldir voru kosnir til 2008;
Ingvar Sigurðsson
Brynjar Eymundsson
Reynir Magnússon
Bjarni Geir Alfreðsson
Eftirtaldir voru kosnir til 2009;
Andreas Jacobsen
Bjarni G. Kristinsson
Dagbjartur Bjarnason
Sverrir Halldórsson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn2 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Keppni4 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays





