Vertu memm

KM

Aðalfundur & árshátíð KM

Birting:

þann

Aðalfundur og árshátíð Klúbbs Matreiðslumeistara verður haldin á Hótel Hamri v/ Borgarnes laugardaginn 3. maí ( ath. eigin bílar )
 
Dagskrá:
 
Kl. 11:30 Mæting, inntékk, súpa, salat og brauð í boði klúbbsins
Kl. 12:30 Aðalfundur hefst
Kl. 14:00 Makaprógramm m.a. leiksýningin Brák í Landnámssetrinu.
Kl. 16:30 Sameiginlegt kaffi í 30 mín
Kl. 18:00 Aðalfundi slitið
Kl. 19:00 Fordrykkur, borðhald og gaman fram á nótt. 
  
Hátíðarkvöldverður með Ólympíumatseðli Landsliðs matreiðslumanna
 
Landsfrægir skemmtikraftar, glæsilegt happdrætti og við sjálf.

7. grein AÐALFUNDUR:
7.1  Aðalfund skal halda fyrir maílok ár hvert. Öll aðalfundarboð eiga að innihalda greinilega hvað tekið verður fyrir á fundinum.
Aðalfundarstörf eru:

Fundur settur
Kosning fundarstjóra
Kosning fundaritara
Fundagerð síðasta aðalfundar
Skýrsla forseta
Skýrsla gjaldkera
Skýrslur nefnda á vegum KM
Lagabreyting
Stjórnarkosningar.
 Kosning skoðunarmanna reikninga
Kosning fulltrúa í stjórn N.K.F.
Kosning í nefndir á vegum K.M.
Félagsgjöld
Önnur mál
Fundi slitið

7.2 Fundarboð og tillögur að lagabreytingum á aðalfund á að senda með minnst átta daga fyrirvara, bréflega.

7.3 Félagar skulu á aðalfundi bera einkennisklæðnað, kokkajakka og svartar buxur. Þeir félagar sem K.M. hefur heiðrað með orðu skulu bera þær á aðalfundi.

7.4 Aðalfundur kýs fundarstjóra og fundarritara. Atkvæðisrétt er aðeins hægt að nota með því að mæta á aðalfund og einnig verða menn að vera skuldlausir við K.M. til að neyta atkvæðisréttar síns.
 
Reglugerð fellur ekki undir lög KM:

Kosning til stjórnar:
 – Ávallt skal vera leynileg kosning til stjórnar ef fleiri en einn bjóða sig fram.

Kosning fer þannig fram:
 – Skrifa skal nöfn þeirra sem eru í framboði á töflu eða á annan áberandi hátt.
 – Sérstakur kjörseðill er notaður sem Orðu- og laganefnd sér um.
– Orðu- og laganefnd skal hafa umsjón og framkvæmd með kosningum.  
– Sé kosið um fleiri en einn stjórnarmeðlim og margir gefa sig fram skal skrifa þann fjölda sem kosið er um
   á kjörseðilinn.
– Er þá hvert nafn á kjörseðli eitt atkvæði.
– Kjósa skal sérstaklega um varamann.
– Ef menn hljóta jafn mörg atkvæði skal varpa hlutkesti.
– Gefa á mönnum tækifæri á að kynna sig áður en kosning fer fram.

 

Stjórn KM 2007-2008

Núverandi stjórn KM var kosin á aðalfundi á Hótel Selfossi 30. apríl 2007.

Eftirtaldir voru kosnir til 2008;
Ingvar Sigurðsson
Brynjar Eymundsson
Reynir Magnússon
Bjarni Geir Alfreðsson

Eftirtaldir voru kosnir til 2009;
Andreas Jacobsen
Bjarni G. Kristinsson
Dagbjartur Bjarnason
Sverrir Halldórsson

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið