Frétt
Ábyrgð matreiðslumanna er mikil – Myndir og vídeó
„Það er á ábyrgð matreiðslumanna að tryggja tilvist smáframleiðenda og það er á okkar ábyrgð að nota hráefni sem framleitt er á sem bestan hátt fyrir náttúruna,“
segir Gísli Matthías Auðunsson matreiðslumeistari í þættinum Landinn, sem sýndur er á RÚV.
Eins og kunnugt er þá rekur Gísli veitingastaðinn Slippinn í Vestmannaeyjum og Skál í Reykjavík en samhliða því hefur hann ferðast um heiminn til að kynna íslenskan mat og íslenska matargerð.
Gísli aðhyllist hugmyndafræði slow-food samtakanna og tók þátt í Terra Madre Salone Del Gusto, matarhátíðinni slow-food í Torínó á Ítalíu fyrir skemmstu.
Sjá einnig: 20 Íslendingar taka þátt í Terra Madre á Ítalíu
„Ég var með átta rétta kvöldverð fyrir sextíu manns á veitingastaðnum Eataly sem þykir bara þó nokkur heiður. Ég var með íslenskan matseðil en með svona alþjóðlegu tvisti. Meðal annars bauð ég upp á lúðusúpu eftir uppskrift frá ömmu minni en ég bætti í hana eplum og einhverju smá í viðbót.
Svo var ég með íslenska bleikju sem ég kryddaði meðal annars með sjávartrufflum sem ég tíndi í Vestmannaeyjum. Þetta var virkilega gaman og viðbrögðin sem ég fékk voru mjög góð“
Segir Gísli, en myndbrot úr þættinum er hægt að horfa á með því að smella hér.
Með fylgja myndir frá slow-food matarhátíðinni Terra Madre í Torínó á Ítalíu:
Myndir: Gísli Matthías Auðunsson
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn4 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Frétt3 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Frétt2 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Pistlar2 dagar síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var