Frétt
Ábyrgð matreiðslumanna er mikil – Myndir og vídeó

Gísli Matthías Auðunsson og Euan Moran.
Gísli var beðin um fyrr á árinu að vera með kvöldverð í samstarfi við Eataly á Terra Madre hátíðinni hjá Slow Food. Miðar seldust upp innan nokkura klukkutíma og greinilegt að fólk vildi prufa Íslenska matargerð.
Gísli og Euan aðstoðarkokkur Slippsins tóku yfir 60 kg af mat með sér allt frá jurtum, þangi og taðreyktri bleikju yfir í lúðu, lamb og skyr!
Gísli: „Allt gekk eins og í sögu fyrir utan bláberjasafi sem sprakk og eyðilagði tösku, nokkra kokkagalla og svuntur.“
„Það er á ábyrgð matreiðslumanna að tryggja tilvist smáframleiðenda og það er á okkar ábyrgð að nota hráefni sem framleitt er á sem bestan hátt fyrir náttúruna,“
segir Gísli Matthías Auðunsson matreiðslumeistari í þættinum Landinn, sem sýndur er á RÚV.
Eins og kunnugt er þá rekur Gísli veitingastaðinn Slippinn í Vestmannaeyjum og Skál í Reykjavík en samhliða því hefur hann ferðast um heiminn til að kynna íslenskan mat og íslenska matargerð.
Gísli aðhyllist hugmyndafræði slow-food samtakanna og tók þátt í Terra Madre Salone Del Gusto, matarhátíðinni slow-food í Torínó á Ítalíu fyrir skemmstu.
Sjá einnig: 20 Íslendingar taka þátt í Terra Madre á Ítalíu
„Ég var með átta rétta kvöldverð fyrir sextíu manns á veitingastaðnum Eataly sem þykir bara þó nokkur heiður. Ég var með íslenskan matseðil en með svona alþjóðlegu tvisti. Meðal annars bauð ég upp á lúðusúpu eftir uppskrift frá ömmu minni en ég bætti í hana eplum og einhverju smá í viðbót.
Svo var ég með íslenska bleikju sem ég kryddaði meðal annars með sjávartrufflum sem ég tíndi í Vestmannaeyjum. Þetta var virkilega gaman og viðbrögðin sem ég fékk voru mjög góð“
Segir Gísli, en myndbrot úr þættinum er hægt að horfa á með því að smella hér.
Með fylgja myndir frá slow-food matarhátíðinni Terra Madre í Torínó á Ítalíu:
Myndir: Gísli Matthías Auðunsson

-
Markaðurinn5 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni4 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Keppni4 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ómótstæðilegar sælkerabollur – brakandi marengs, silkimjúkur rjómi og dýrindis karamella
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ljúffengur bolluhringur – fullkominn með smjöri og osti