Frétt
Ábyrgð matreiðslumanna er mikil – Myndir og vídeó
„Það er á ábyrgð matreiðslumanna að tryggja tilvist smáframleiðenda og það er á okkar ábyrgð að nota hráefni sem framleitt er á sem bestan hátt fyrir náttúruna,“
segir Gísli Matthías Auðunsson matreiðslumeistari í þættinum Landinn, sem sýndur er á RÚV.
Eins og kunnugt er þá rekur Gísli veitingastaðinn Slippinn í Vestmannaeyjum og Skál í Reykjavík en samhliða því hefur hann ferðast um heiminn til að kynna íslenskan mat og íslenska matargerð.
Gísli aðhyllist hugmyndafræði slow-food samtakanna og tók þátt í Terra Madre Salone Del Gusto, matarhátíðinni slow-food í Torínó á Ítalíu fyrir skemmstu.
Sjá einnig: 20 Íslendingar taka þátt í Terra Madre á Ítalíu
„Ég var með átta rétta kvöldverð fyrir sextíu manns á veitingastaðnum Eataly sem þykir bara þó nokkur heiður. Ég var með íslenskan matseðil en með svona alþjóðlegu tvisti. Meðal annars bauð ég upp á lúðusúpu eftir uppskrift frá ömmu minni en ég bætti í hana eplum og einhverju smá í viðbót.
Svo var ég með íslenska bleikju sem ég kryddaði meðal annars með sjávartrufflum sem ég tíndi í Vestmannaeyjum. Þetta var virkilega gaman og viðbrögðin sem ég fékk voru mjög góð“
Segir Gísli, en myndbrot úr þættinum er hægt að horfa á með því að smella hér.
Með fylgja myndir frá slow-food matarhátíðinni Terra Madre í Torínó á Ítalíu:
Myndir: Gísli Matthías Auðunsson
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Keppni3 dagar síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Veitingarýni2 dagar síðan
Dýrindis jólahlaðborð á veitingastaðnum Sunnu á Sigló – Veitingarýni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Myndir: Krónan á Bíldshöfða opnar á ný eftir gagngerar endurbætur – Ný tæknilausn tekin í notkun
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Jólagjafir í úrvali fyrir fagmenn og ástríðukokka
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Svansleyfi fyrir íslenska framleiðslu Tandur
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Jólabollukeppni Barþjónaklúbbs Íslands á Gauknum til styrktar Píeta Samtökunum