Vertu memm

Vín, drykkir og keppni

Víking Gylltur valinn besti bjórinn – Hafnaði í fyrsta sæti í útboði Vinmonopolet í Noregi

Birting:

þann

Víking Gylltur trónir á toppnum – valinn besti bjórinn í Noregi

Hlynur Björnsson

Víking Gylltur, einn af vinsælustu bjórum landsins, hefur hlotið einstakan heiður með því að tryggja sér fyrsta sætið í útboði Vinmonopolet í Noregi. Þetta þýðir að frá og með 1. mars verður Víking Gylltur fáanlegur í 191 verslun Vinmonopolet í Noregi sem er ekki ósvipað og ÁTVR hér á Íslandi.

„Þetta er gríðarlegur heiður fyrir okkur og skemmtileg tilviljun að þetta hitti akkúrat á bjórdaginn okkar.“

Segir Hlynur Björnsson vörumerkjastjóri Víking.

Útboðið hjá Vinmonopolet er afar krefjandi, en þar eru fjöldinn allur af bjórum metnir eftir ströngum gæða- og bragðgreiningum. Víking Gylltur var þar í fyrsta sæti sem þýðir að bjórinn fékk hæstu einkunn í bragði og gæðum og hafði betur gegn úrvalsbjórum frá öðrum löndum á Norðurlöndunum, að því er fram kemur í tilkynningu.

„það er alltaf gaman að vinna og Víking Gylltur er svo sannarlega vel að þessu kominn. Við leggjum mikið upp úr gæðum og Víking Gylltur er þekktur fyrir sín gæði og hefur um langa tíð áunnið sér hjörtu íslensku þjóðarinnar“.

Segir Hlynur.

Víking Brugghús hefur verið leiðandi í íslenskri brugghefð í yfir 85 ár og framleiðir fjölbreytt úrval af bjórum þar á meðal Einstök sem hefur notið vinsælda bæði innanlands og erlendis. Víking Gylltur er eitt af flaggskipum brugghússins og hefur sannað sig sem hágæða bjór.

Mynd: aðsend

Almenn umfjöllun, víndómar og viðtöl, blandað ýmsum fróðleik um Ísland, mat, drykki og fleira því tengt.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið