Viðtöl, örfréttir & frumraun
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
Veitingahúsakeðja viðskiptafélaganna Nuno Alexandre Bentim Servo og Bento Costa Guerreiro náði samanlagðri veltu upp á tæplega 4,5 milljarða króna árið 2023.
Þeir eru stærstu eigendur sex þekktra veitingastaða í miðbæ Reykjavíkur: Apotek restaurant, Sushi Social, Tapas barinn, Fjallkonan, Sæta svínið og Tres locos.
Í Viðskiptablaðinu kemur fram að þessir sex staðir veltu samanlagt 4,1 milljarði króna árið 2023, samanborið við tæplega 4 milljarða árið 2022. Samanlagður hagnaður þeirra nam 75 milljónum króna árið 2023, sem er lækkun um 40 milljónir frá fyrra ári.
Auk þessara staða eru Nuno og Bento meðal stærstu eigenda barsins Tipsý, sem opnaði í Hafnarstræti 1-3 í maí 2023. Þeir reka einnig Djúsí Sushi, systurveitingastað Sushi Social, sem opnaði í Pósthús Mathöll fyrir um tveimur árum síðan. Með þessum viðbótum náði samanlögð velta allra staðanna og barsins tæplega 4,5 milljörðum króna árið 2023.
Í frétt Viðskiptablaðsins segir að Apotek restaurant var tekjuhæsti staðurinn með veltu upp á tæplega 1,2 milljarða króna. Fjallkonan fylgdi með 695 milljóna króna veltu, Sushi Social með 628 milljónir, Sæta svínið með 598 milljónir, Tapas barinn með 511 milljónir og Tres locos með 465 milljónir. Djúsí Sushi velti 210 milljónum króna og Tipsý 188 milljónum. Samanlagður hagnaður þessara staða nam 93 milljónum króna árið 2023, með hagnaðarhlutfall upp á 2,1%.
Þessi fjölbreytta veitingastarfsemi hefur styrkt stöðu Nuno og Bento sem áhrifamikilla aðila í veitingageiranum í Reykjavík.
Mynd: Smári / Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið3 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn5 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays
-
Frétt5 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Keppni3 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir






