Axel Þorsteinsson
Thomas Lorentzen – Fiskfélagið
Á Fiskfélaginu keppir daninn Thomas Lorentzen frá „Nimb“ í danmörku. Hann útskrifaðist sem matreiðslumaður árið 2006 og hóf feril sinn hjá Cofoco í Kaupmannahöfn. Árið 2007 varð hann yfirkokkur hjá Kadeau í Bornholm, einum virtasta stað Danmerkur, þar sem hann var til árið 2010. En síðan árið 2011 hefur hann verið yfirkokkur á Nimb Terreasse í Tívólíinu í Kaupmannahöfn.
Thomas bauð upp á:

Amuse bouche
Flott og gott dip

Léttsaltaður leturhumar, hnúðkál, skrautsalat með köldum kræklingasoði og súrmjólk
Ferskur og léttur starter

Bakaður þorskur, kartöflur, edikleginn laukur og volg eggjasósa
Ágætis diskur en vantaði eitthvað til að toppa hann

Íslenskt lamb og rauðrófur með myrkilsvepp og reyktum nautamerg
Nautamergurinn æðislegur og rauðrófurnar flottar með, lambið aðeins ofeldað

Hrært skyr með hvítu súkkulaði, fallegum marengs og súrum
Loksins góður skyr eftirréttur á food and fun, virkilega góður! Veit samt ekki hvað var svona fallegt við þennan marengs
Alltaf gaman að koma á Fiskfélagið í glæsilega matreiðslu og flotta þjónustu, takk fyrir okkur.
Myndir: Björn
/Axel
Allar Food and fun fréttir og umfjallanir hér.
![]()
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðanBæjarins Beztu Pylsur opna á Hellu með sérstöku opnunartilboði fyrir heimamenn
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður










