Keppni
Verðlaunavín Gyllta Glasins 2024 seinni hluti
Nú er nýlokin keppnin um Gyllta Glasið 2024 sem var er undir stjórn Vínþjónasamtaka Íslands. Verðflokkur vína í keppni í ár er frá 2.990 kr til 5.000 kr og völdu vínbirgjar vínin til í þessa keppni. Í þessum seinni parti voru vín frá norður við miðbaug tekinn fyrir.
Vínin voru smökkuð blint af sérstakri dómnefnd sem Vínþjónasamtökin boðuðu til á Reykjavík Natura sunnudagin 27 október sl og eigum við í Vínþjónasamtökunum þeirra allra bestu þakkir fyrir aðstoðina.
Yfirdómari var eins og fyrri ár Alba E H Hough margfaldur Íslandsmeistari vínþjóna ásamt sérstakri aðstoð frá vel völdu fagfólki og eiga þau þakkir fyrir að standa að stærstu blindmökkum sem fram fer á Íslandi ár hvert.
5 hvítvín og 10 rauðvín hlutu Gyllta glasið 2024 samkvæmt hlutföllum sem skiluðu sér. Vínin verða sérmerkt í Vínbúðum með merki Gyllta Glassins og gildir það fyrir árganginn sem fékk verðlaunin.
Verðlaunavínin
Hvítvín:
Chablis ,,La Sereine“. La Chablisienne 2020, 3.999 kr
Baron de Ley ,,Tres Vinas“ Blanco Reserva 2020, 3.599 kr
Attems Sauvignon Blanc 2023, 3.799 kr
Audarya Vermentino 2023, 3.670 kr
Lagar De Costa 2023, 3.187 kr
Rauðvín:
Château L´Hospitalet La Reserve ,,La Clape“ 2022, 3.999 kr
Áster Crianza 202, 4.199 kr
Campo Viejo Reserva 2018, 2.999 kr
Vallado Vinho Tinto 2022, 2.999 kr
Santa Sofia Ripasso 2020, 3.690 kr
Barahonda Summum 2021, 4.499 kr
Celeste Crianza 2021, 3.490 kr
Banfi La Lus 2020, 3.990 kr
Schola Sarmenti Cubardi 2021, 4.990 kr
Luis Canas Reserva 2018, 3.790 kr
Sjá einnig: Verðlaunavín Gyllta Glasið 2024 – Fyrri partur
Vínþjónasamtökin vilja þakka sérstaklega öllum dómurum og birgjum fyrir frábæra þáttöku og óskum við sigurvegurum til hamingju. Miðana er hægt að nálgast hjá Prentun / Leturprent í Hfj.
f.h. Vínþjónasamtaka Íslands
Tolli

-
Keppni4 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni5 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Frétt23 klukkustundir síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Keppni3 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni
-
Keppni4 dagar síðan
Keppninni Grænmetiskokkur ársins 2025 lokið – Úrslit kynnt í Bjórgarðinum á morgun