Vertu memm

Hinrik Carl Ellertsson

Argentína Steikhús – Skylduheimsókn fyrir þá sem kunna gott að meta

Birting:

þann

Argentína Steikhús

Argentína Steikhús dregur nafn sitt frá langri hefð Argentínumanna að glóðarsteikja matinn. Stemmningin þegar ég gekk ásamt góðum félagsskap þann 8. febrúar síðastliðinn inn á þennan rómaða stað í hjarta Reykjavíkur var ekki fjarri því að vera framandi, þar sem grillið er staðsett inn í miðjum salnum og liggur góður angan af brenndum kolum út um allt.

Óskar Hafsteinn Halldórsson og Guðmundur Guðmundsson

Óskar Hafsteinn Halldórsson og Guðmundur Guðmundsson

Guðmundur piprar hér steikina með tilþrifum. Flottur þjónn.

Guðmundur piprar hér steikina með tilþrifum. Flottur þjónn.

Á móti okkur tók strax virkilega faglegur og viðkunnalegur maður og bauð okkur að setjast í betri stofuna í fordrykk. Þarna var tónninn settur fyrir kvöldið, svo einlæg, hlý og fagmannleg þjónusta sem kórónaði í raun og veru allan matinn og drykkinn sem átti eftir að vera borðinn á borð fyrir okkur þetta kvöldið.

Þjónninn Guðmundur Guðmundsson sá um að bera mat og vín til okkar og gerði það af snilld þori ég að fullyrða án alls efa. Með frábærar vínparanir sem höfðu það sameiginlegt milli sín að vera skemmtilegar og í hverri og einni vínpörun var smá twist. Við sem sátum við borðið höfum ekki kynnst annarri eins frábærri persónulegri og þjónustu og höfum við borðað víða á Íslandi og erlendis.

Ekki leið á löngu þar til maturinn fór að streyma út úr eldhúsinu og þvílík veisla sem þetta var. Ekkert flókið, ekkert tilgerðarlegt heldur bara heiðarlegur góður matur sem átti það sameiginlegt að það var greinilega hjarta á bak við það.

Okkur var boðið upp á matseðil hjá þeim sem nefnist 4 réttir – 4 glös og Óskar Hafsteinn Halldórsson átti heiðurinn af honum þetta kvöldið, hann leit svona út:

Argentína Steikhús

Pönnusteiktur letur humar með selleryrót, burre blanc, pikkluðum perlulauk og silungarhrognum

Pönnusteiktur letur humar með selleryrót, burre blanc, pikkluðum perlulauk og silungarhrognum

Frábær blanda af áferð og bragði, laukurinn sprengir réttinn skemmtilega upp fer með réttinn í nýjar hæðir. Góð eldun á humrinum. Vínið hafði gott „body“ til að fylgja humrinum á eftir

Svo var röðin komin að milliréttinum sem var:

Argentína Steikhús

Létt pönnusteikt bleikja í gazpacho seyði með grænum eplum, ofnbökuðum tómat ásamt hvítlauksspírum

Létt pönnusteikt bleikja í gazpacho seyði með grænum eplum, ofnbökuðum tómat ásamt hvítlauksspírum

Mér finnst alltaf gaman að sjá þegar menn eru með gazpacho á seðli hjá sér og þetta seyði var mjög gott, ferskt og skar vel í gegnum fituna á bleikjunni. Góð eldun á bleikju og tómaturinn poppaði þetta upp. Hvítvínið passaði hreint fullkomlega með þessu

"Athyglisvert þótti mér líka að sjá að þeir grilla steikina “öfugt” miðað við það sem mér var kennt...."

„Athyglisvert þótti mér líka að sjá að þeir grilla steikina “öfugt” miðað við það sem mér var kennt….“

Þá var röðin komin að því sem Argentína er fræg fyrir. Steik. Og steik var það, þeir nota einungis íslenskt nautakjöt sem hefur fengið fulla meyrnun. Athyglisvert þótti mér líka að sjá að þeir grilla steikina “öfugt” miðað við það sem mér var kennt, það er að segja þeir byrja með hana upp á efri grind og leyfa henni að vera þar alveg þar til á að fara setja hana á disk þá er hún sett niður á sjóðandi heitt kolargrillið. Útkoman var hrein unun.

Íslenskt fullmeirnuð nautalund með shitake sveppum, kartöflusmælki saltbökuðum rauðrófum og burgundyrauðvíns sósu

Íslenskt fullmeirnuð nautalund með shitake sveppum, kartöflusmælki saltbökuðum rauðrófum og burgundyrauðvíns sósu

Hérna sannast best að góð matreiðsla þarf ekkert að vera flókin. Fullkomlega steikt steik með yndislegu meðlæti ásamt mjög þéttri og góðri rauðvínssósunni og ekki skemmdi fyrir að þjónninn kom svo og pipraði steikina með 1,5m háum piparstauk sem hefur verið á staðnum lengi. Hreint frábært. Og vínið sem við fengum með steikinni var ekki af verri endanum. Peter Lehmann Mentor 2009 blanda af Cabernet, Shiraz og Malbec. Umhellt fyrir framan okkur og þvílíkt vín. Það gerði kraftaverk.

Að síðustu fengum við eftirréttinn sem var:

Döðlukaka með romm ís , karamellu sósu og möndlu krönsi

Döðlukaka með romm ís , karamellu sósu og möndlu krönsi

Mjúk kakan rann ljúflega niður með 10 ára portaranum sem við fengum með ásamt kröftugri sósunni

Þegar þetta allt var búið var okkur boðið upp á kaffi og koníak að lokum og þáðum við það. Þá dró Guðmundur fram Ile De Ré frá Camus sem er yndislegt koníak sem kemur frá eyju rétt fyrir utan Frakkland og minnir frekar á viskí en koníak. Lokaði þetta kvöldinu á mjög skemmtilegan hátt.

 

Það sem stendur upp úr eftir þetta skemmtilega kvöld er einlæg og framúrskarandi þægileg þjónusta sem var alveg upp á 10 og góður og heiðarlegur matur. Allt þetta kvöld og dagana á eftir var mikið talað um þetta kvöld þar sem allt umhverfi, stemmning, matur, þjónusta og upplifunin í heild sinni var eins og best verður á kosið, og rúmlega það.

Sæl og glöð og södd gengum við út í nóttina skælbrosandi og hlökkum til að heimsækja Argentínu aftur við fyrsta tækifæri.

 

/Hinrik

twitter og instagram icon

 

Hinrik er matreiðslumeistari að mennt. Útskrifaðist með sveinspróf árið 2006 og sem matreiðslumeistari árið 2012. Var í U-23 ára kokklandsliðinu. Hefur farið víða þrátt fyrir ungan aldur, m.a. sem yfirmatreiðslumeistari á Radisson Blu Caledonian og Hótel Varmahlíð. Eyddi þremur vikum á The Fat Duck sumarið 2012. Hefur staðið fyrir grillnámskeiðum ofl. Greinahöfundur hjá Gestgjafanum síðan 2012. Hægt er að hafa samband við Hinrik á netfangið [email protected]

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið