Vertu memm

Uncategorized

Chateau Greysac í Gestgjafanum

Birting:

þann

Í nýjasta tölublaði Gestgjafans sem var að koma út skrifar Þorri Hringsson um Chateau Greysac sem byrjaði nýlega i reynslusölu í vínbúðum ÁTVR en RJC er umboðsaðili fyrir Chateau Greysac á Íslandi.

Þorri  er mjög ánægður með vínið og gefur því góða einkunn, fjögur glös af fimm mögulegum og telur það vera mjög góð kaup enda er vínið á frábæru verði. 

Um vínið segir Þorri m.a. þetta: “ Chateau Greysac er svokallað „Cru Bourgeois Supérieur“ (það eru 87 slík í Medoc um þessar mundir) og hefur meðal annars verið vinsælt í Bandaríkjunum í mörg ár.  Vínið hefur meðaldjúpan, plómurauðan lit og dæmigerða angan af unglegu Bordeaux víni: dökk ber, grillaða papriku, vanillu, sól -og rifsber, lakkrís, leir og mokkasúkkulaði.  Þetta er áhugaverð og töluvert flókin lykt, talsvert ólík sultuðum Nýja-heims vínum úr sömu þrúgum og að mínu mati mun meira spennandi. 

Í munni er það þurrt og dökkt með góða sýru, frábært jafnvægi og langa endingu.  Tannín eru óvenjumjúk miðað við Bordeaux og í heild er þetta gott dæmi um hversu „smærri“ vínin frá þessum slóðum hafa tekið miklum framförum undanfarinn áratug.  Þarna má finna glefsur af dökkum berjum, kaffi, jörð, lakkrís og vanillu. 

Ákaflega gott með lamba- og nautakjöti en gengur líka með villibráð og fínni pottréttum.   Í reynslusölu vínbúðanna 1.490 krónur.  Mjög góð kaup.“

 

 

Af heimasíðu Rolf Johansen & Company

 

Heiðar Birnir Kristjánsson
[email protected]

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið