Freisting
Norræna nemakeppnin
Nú stendur yfir undirbúningur fyrir Norrænu nemakeppnina sem SAF og MATVÍS standa að í samvinnu við Fræðsluráð hótel- og matvælagreina. Keppnin er haldin til skiptis í löndunum fimm en verður haldin hér á landi 31. mars til 2. apríl nk. í Fífunni, Kópavogi, samhliða sýningunni Matur 2006. Tveir matreiðslunemar og tveir framreiðslunemar taka þátt frá hverju landi.
Aðalmarkmið keppninnar er að hvetja nema til bættrar frammistöðu og stuðla að kynningu meðal þjóðanna og er reynsla af þátttöku í þessari keppni mjög góð. Síðasta keppni fór fram í Drammen í Noregi 15. – 17. apríl 2005 og náðu íslensku nemarnir frábærum árangri. Matreiðslunemarnir hrepptu 1. sætið og framreiðslunemarnir urðu í 2. sæti.
Greint frá á heimasíðu Samtaka Ferðaþjónustunnar
-
Veitingarýni4 dagar síðan
Dýrindis jólahlaðborð á veitingastaðnum Sunnu á Sigló – Veitingarýni
-
Markaðurinn18 klukkustundir síðan
Nýr samningur markar tímamót hjá Matvís – Samningur undirritaður við Reykjavíkurborg
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Myndir: Krónan á Bíldshöfða opnar á ný eftir gagngerar endurbætur – Ný tæknilausn tekin í notkun
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Heimalagaður hátíðarís með hvítu súkkulaði og piparkökum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Jólamarkaður í Hafnarhúsinu í dag
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Síldarveisla á Siglufirði
-
Uppskriftir10 klukkustundir síðan
Ekta franskar jólakræsingar hjá Sweet Aurora í Reykjavík – Einstakt Aðventudagatal
-
Nýtt á matseðli2 dagar síðan
Grillaður lax að hætti Sumac