Markaðurinn
Sígild hönnun frá Rosti verður 70 ára
Frá því Sigvard Bernadotte og Acton Bjørn hönnuðu Margrétarskálina á 6. áratug síðustu aldar hefur þessi einstaka skál frá Rosti orðið vel þekkt og sígilt vinnutæki í eldhúsum um allan heim. Skálin er nefnd Margrétarskál til heiðurs Margréti Þórhildi II fyrrum Danadrottningar.
Ný umgjörð, sama innihald
Þrátt fyrir að Margrétarskálin hafi haldið sinni upprunalegu hönnun og efnivið í sjö áratugi er nú komið að því að steypa skálina í nýju, endurvinnanlegu plasti, Durostima®, sem uppfyllir ströngustu kröfur um endurvinnanleg efni.
Nýr efniviður skálarinnar hefur sömu styrkleika og forverinn, og gott betur en það. Skálin er nú ennþá sterkari og með aukinni brotvörn auk þess að mega bæði fara í örbylgjuofn og setja í frysti.
Skálin býður upp á fyrsta flokks gæði og notagildi. Með stöðugleikagúmmí á botninum og hagnýtum hellistút, er skálin stöðug og auðveld í notkun – og eftir notkun má léttilega skella henni í uppþvottavél. Líkt og með öllum Rosti vörum, fylgir henni auk þess 5 ára ábyrgð.
Eldri gerðum af Margrétarskálinni verður hægt og rólega skipt út fyrir nýja og endurbætta útgáfu á næstu misserum á sölustöðum Rosti.

-
Keppni4 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni5 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Frétt21 klukkustund síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Keppni3 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni
-
Keppni4 dagar síðan
Keppninni Grænmetiskokkur ársins 2025 lokið – Úrslit kynnt í Bjórgarðinum á morgun