Frétt
Innköllun: blásýra í hörfræjum
Matvælastofnun varar við neyslu á einni framleiðslulotu af First Price hörfræjum sem Krónan flytur inn vegna þess að það greindist blásýra yfir leyfilegum mörkum. Fyrirtækið hefur í samráði við heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness, innkallað vöruna.
Í reglugerð um aðskotaefni er hámarksmagn fyrir blásýru í hörfræjum til neytenda 150 mg/kg. en það mældist langt yfir hámarksgildum (320 mg/kg).
Einungis varðar innköllunin eftirfarandi framleiðslulotu:
- Vöruheiti: First Price hörfræ
- Vörumerki: First price
- Nettómagn: 250 g
- Framleiðandi: Rol – Ryz Sp. Z.o.o.
- Innflytjandi: Krónan, Dalvegi 10-14
- Framleiðsluland: Pólland
- Lotunúmer/best fyrir dagsetningar: 05 2025
- Geymsluskilyrði: Geymist á þurrum stað.
- Dreifing: Allar verslanir Krónunnar
Neytendur sem keypt hafa umrædda vöru eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga en einnig er
hægt að skila henni til verslunarinnar þar sem hún var keypt gegn fullri endurgreiðslu.
Mynd: mast.is
-
Markaðurinn20 klukkustundir síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Pistlar4 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn2 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn4 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanÁfengislaust freyðivín Elton Johns komið í sölu í Bretlandi






