Keppni
Önnur gulleinkunn til Íslands á Ólympíuleikunum í Stuttgart
Íslenska kokkalandsliðið hreppti aðra gull einkunn í morgun fyrir keppnisgrein gærdagsins á Ólympíuleikunum í Stuttgart.
Þá hefur liðið hlotið gulleinkunn fyrir báðar keppnigreinarnar sínar á leikunum.
Sjá einnig: Íslenska Kokkalandsliðið fékk gull fyrir fyrsta keppnisdag
Fyrri keppnisgreinin fór fram á sunnudag, „Chef´s table“, tólf manna borð með 11 rétta matseðli og seinni greinin sem fór fram í gær þriðjudag þarf að afgreiða þriggja rétta matseðil fyrir 110 manns.
Gulleinkunn þýðir að liðið skilaði meira en 91 stigi af 100 mögulegum fyrir greinina. Lokaniðurstöður úr heildastigagjöf dómara leikanna eru hinsvegar ekki birtar fyrr en seinni partinn í dag á lokaathöfn leikanna.
Þá kemur í ljós hvaða þjóðir hreppa þrjú efstu sætin á leikunum í ár.
Fimmtíu og fimm þjóðir eiga lið á leikunum.
Ljósmyndir: Ruth Ásgeirsdóttir
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni3 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Markaðurinn5 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn3 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn4 dagar síðanDrykkur kynnir glæsilega jólagjafapakka fyrir fyrirtæki og vini







