Keppni
Önnur gulleinkunn til Íslands á Ólympíuleikunum í Stuttgart
Íslenska kokkalandsliðið hreppti aðra gull einkunn í morgun fyrir keppnisgrein gærdagsins á Ólympíuleikunum í Stuttgart.
Þá hefur liðið hlotið gulleinkunn fyrir báðar keppnigreinarnar sínar á leikunum.
Sjá einnig: Íslenska Kokkalandsliðið fékk gull fyrir fyrsta keppnisdag
Fyrri keppnisgreinin fór fram á sunnudag, „Chef´s table“, tólf manna borð með 11 rétta matseðli og seinni greinin sem fór fram í gær þriðjudag þarf að afgreiða þriggja rétta matseðil fyrir 110 manns.
Gulleinkunn þýðir að liðið skilaði meira en 91 stigi af 100 mögulegum fyrir greinina. Lokaniðurstöður úr heildastigagjöf dómara leikanna eru hinsvegar ekki birtar fyrr en seinni partinn í dag á lokaathöfn leikanna.
Þá kemur í ljós hvaða þjóðir hreppa þrjú efstu sætin á leikunum í ár.
Fimmtíu og fimm þjóðir eiga lið á leikunum.
Ljósmyndir: Ruth Ásgeirsdóttir
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Nýr samningur markar tímamót hjá Matvís – Samningur undirritaður við Reykjavíkurborg
-
Uppskriftir1 dagur síðan
Ekta franskar jólakræsingar hjá Sweet Aurora í Reykjavík – Einstakt Aðventudagatal
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Heimalagaður hátíðarís með hvítu súkkulaði og piparkökum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Jólamarkaður í Hafnarhúsinu í dag
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Síldarveisla á Siglufirði
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Mánaðartilboð og jólalisti á dúndur afslætti
-
Nýtt á matseðli2 dagar síðan
Grillaður lax að hætti Sumac
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Lambakjötsúpa – yljar á köldu vetrarkvöldi