Keppni
Þessir fimm keppa til úrslita í kokteilkeppni Tipsý og Gray Goose á morgun miðvikudaginn 7. febrúar
Á morgun miðvikudaginn 7. febrúar fer fram úrslitakeppnin í kokteilkeppninni Tipsý og Gray Goose.
Keppnisfyrirkomulagið var þannig að fyrst voru það 150 metnaðarfullar innsendingar af kokteilauppskriftum sem bárust í keppnina, sem er mesta skráning í kokteilkeppni hér á landi sem er vitað um að mati aðstandanda og fróðra aðila í bransanum.
Það voru tólf kokteilar sem komust áfram og var keppt um top 5 sætin í gær, mánudaginn 5. febrúar.
Eins og áður segir, þá fer fram úrslitakeppnin á morgun miðvikudaginn 7. febrúar á veitingastaðnum Tipsý, þar sem eftirfarandi fimm keppa til úrslita:
A Buttery Goose – Jakob Alf Arnarsson, Monkeys
Napóleon Banantarte – Ólafur Andri Benediktsson, Jungle
Le Breakfaste – Martin Cabejsek, Kjarval
L’Onion – Heimir Þór Morthens, Drykk
I’m a crêpe, what the hall am I doin’ here? – Martyn Lourenco, Kol
Auðunn Blöndal er kynnir kvöldsins og meðal dómara er Steindi Jr. Benni B-ruff sér um að þeyta skífum.
Efsta mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt4 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn3 dagar síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Markaðurinn2 dagar síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi
-
Keppni3 dagar síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis
-
Uppskriftir1 dagur síðanÞetta elduðu flestir. Vinsælustu uppskriftir Veitingageirinn.is á árinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanMest lesnu fréttir ársins 2025







