Frétt
Léleg uppskera á kakóbaunum – Viðbúið að súkkulaði verði dýrara – Markaðsvirði súkkulaðiframleiðandans Barry Callebaut lækkað
Kakóbaunir verða sífellt dýrari og sú þróun endurspeglast í hækkandi verði á súkkulaði í íslenskum verslunum.
Þriðja árið í röð hefur uppskera á kakóbaunum verið léleg og það ríkir því skortur á kakói víða. Verð á baununum nálgast því hæstu hæðir og er nærri tvöfalt hærra í dag en það var að jafnaði á árunum 2019 til 2023 að því segir í frétt Svenska dagbladet, sem að ff7.is vekur athygli á.
Þar segir jafnframt að UBS bankinn hefur lækkað mat sitt á markaðsvirði súkkulaðiframleiðandans Barry Callebaut þar sem viðbúið sé að eftirspurn súkkulaði muni dragast saman.
Á síðasta ári hækkaði verð á súkkulaði hér á landi um 14,3 prósent samkvæmt verðmælingum Hagstofunnar en á sama tíma fór matvælaverð upp um 8,3 prósent, segir að lokum á ff7.is.
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið3 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn5 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays
-
Frétt4 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Keppni2 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir







