Viðtöl, örfréttir & frumraun
Kaffibrennslan fékk viðurkenningu frá Reykjavíkurborg fyrir fallegustu jólaskreytinguna
Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, afhenti nú á dögunum viðurkenningu fyrir fallegustu jólaskreytingar rekstraraðila í miðborginni. 38 þrep, Laugavegi 49, fékk viðurkenningu fyrir fallegustu jólagluggaskreytinguna á meðan Kaffibrennslan, Laugavegi 21, fékk viðurkenningu fyrir fallegustu jólaskreytinguna.
Markmiðið með viðurkenningunum er að hvetja rekstraraðila til að skreyta hjá sér og skapa í leiðinni hlýlega og jólalega ásýnd í miðborginni. Óhætt er að segja að miðborgin hafi sjaldan verið fallegri á aðventunni og greinilegt að mörg hafa lagt sitt af mörkum við lýsa upp skammdegið með skemmtilegu skrauti.
Hjá Kaffibrennslunni er það gróðurhúsið góða sem setur mikinn svip á umhverfið og svo hafa margir vegfarendur, stórir sem smáir, staldrað við og haft gaman af þvottasnúru jólasveinsins.
Í 38 þrepum er það gulllitaða vegglistaverkið, grenilengja og pakkaskreytingar, sem mynda hátíðlega heild í og við útstillingargluggana.
Viðurkenningin hefur verið veitt einu sinni áður, fyrir jólin 2021, þá í einum flokki þegar Apótekið var verðlaunað fyrir bestu jólaskreytinguna.
Mynd: reykjavik.is / Róbert Reynisson
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Veitingastaðurinn Parma flytur – Leó Máni: Við höfum fengið mjög góðar móttökur….
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Matarupplifun í jólapakkann – Dineout gjafabréf gildir á yfir 300 veitingastaði
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Ris a la mande ostakaka í glösum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýr ítalskur veitingastaður opnar á Laugaveginum
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Ferskur kavíar er kominn í hús
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Ljúffengir léttkryddaðir andarleggir – fullkomin villibráð
-
Frétt2 dagar síðan
Afhendingartími eggja lengdur
-
Markaðurinn11 klukkustundir síðan
Expert opnar glænýja og endurbætta vefverslun – Þægindi fyrir veitingageirann