Viðtöl, örfréttir & frumraun
Kaffibrennslan fékk viðurkenningu frá Reykjavíkurborg fyrir fallegustu jólaskreytinguna

Jón Ágúst Hreinsson og Anna Sif Gunnarsdóttir tóku við verðlaununum fyrir hönd Kaffibrennslunnar er hér eru þau með Salóme Rósu Þorkelsdóttur frá deild borgarhönnunar og Degi B. Eggertssyni borgarstjóra.
Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, afhenti nú á dögunum viðurkenningu fyrir fallegustu jólaskreytingar rekstraraðila í miðborginni. 38 þrep, Laugavegi 49, fékk viðurkenningu fyrir fallegustu jólagluggaskreytinguna á meðan Kaffibrennslan, Laugavegi 21, fékk viðurkenningu fyrir fallegustu jólaskreytinguna.
Markmiðið með viðurkenningunum er að hvetja rekstraraðila til að skreyta hjá sér og skapa í leiðinni hlýlega og jólalega ásýnd í miðborginni. Óhætt er að segja að miðborgin hafi sjaldan verið fallegri á aðventunni og greinilegt að mörg hafa lagt sitt af mörkum við lýsa upp skammdegið með skemmtilegu skrauti.
Hjá Kaffibrennslunni er það gróðurhúsið góða sem setur mikinn svip á umhverfið og svo hafa margir vegfarendur, stórir sem smáir, staldrað við og haft gaman af þvottasnúru jólasveinsins.
Í 38 þrepum er það gulllitaða vegglistaverkið, grenilengja og pakkaskreytingar, sem mynda hátíðlega heild í og við útstillingargluggana.
Viðurkenningin hefur verið veitt einu sinni áður, fyrir jólin 2021, þá í einum flokki þegar Apótekið var verðlaunað fyrir bestu jólaskreytinguna.
Mynd: reykjavik.is / Róbert Reynisson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn11 klukkustundir síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Keppni1 dagur síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya








