Viðtöl, örfréttir & frumraun
Kaffibrennslan í Skagafirði fékk fimm milljóna króna styrk frá Íslandsbanka

Vala Stefánsdóttir kynnir kaffibrennslu í Skagafirði á lokaviðburði Startup Storms í nóv. 2023.
Vala er vel þekkt í kaffibarmenningunni á Íslandi og hefur mikla reynslu í kaffibarþjónakeppnum.
Nýlega úthlutaði Íslandsbanki 14 frumkvöðlaverkefnum styrki úr frumkvöðlasjóði Íslandsbanka. Alls var úthlutað styrkjum fyrir 50 millj. króna
Verkefnið Kaffibrennsla í Skagafirði hlaut hæsta styrk sem var úthlutað eða 5 millj. kr. Á bak við verkefnið standa frumkvöðlarnir Vala Stefánsdóttir og Rannveig Einarsdóttir á Páfastöðum 2. Þær voru þátttakendur í viðskiptahraðlinum Startup Storm sem SSNV stóð fyrir í samstarfi við SSNE og Eim undir merki Norðanáttar í haust og hlutu styrk úr uppbyggingasjóði 2022.
Vala og Rannveig hafa verið með kaffi undir merkinu Kvörn sem brennt hefur verið á Stöðvafirði en á döfinni er að setja upp kaffibrennslu á Páfastöðum 2 og framleiða þar gæðakaffi. Þær ætla að feta á í fótspor smábrugghúsa með uppbyggingu sem styður við bætta kaffimenningu, nýjungar í framleiðslu, aukið framboð á gæðakaffi, fræðslu og fjölbreytt námskeið sem tengjast kaffi.
Frumkvöðlasjóður Íslandsbanka hefur að markmiði að hvetja til nýsköpunar og þróunar og styðja frumkvöðlaverkefni sem stuðla að þeim fjórum heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sem Íslandsbanki hefur valið að leggja sérstaka áherslu á. Það eru Menntun fyrir alla, Jafnrétti kynjanna, Nýsköpun og uppbygging og Aðgerðir í loftslagsmálum.
Hér má lesa meira um úthlutun úr frumkvöðlasjóði Íslandsbanka.
Mynd: ssnv.is
-
Bocuse d´Or5 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt2 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn1 dagur síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Keppni1 dagur síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis
-
Markaðurinn4 klukkustundir síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi





