Viðtöl, örfréttir & frumraun
Kaffibrennslan í Skagafirði fékk fimm milljóna króna styrk frá Íslandsbanka
Nýlega úthlutaði Íslandsbanki 14 frumkvöðlaverkefnum styrki úr frumkvöðlasjóði Íslandsbanka. Alls var úthlutað styrkjum fyrir 50 millj. króna
Verkefnið Kaffibrennsla í Skagafirði hlaut hæsta styrk sem var úthlutað eða 5 millj. kr. Á bak við verkefnið standa frumkvöðlarnir Vala Stefánsdóttir og Rannveig Einarsdóttir á Páfastöðum 2. Þær voru þátttakendur í viðskiptahraðlinum Startup Storm sem SSNV stóð fyrir í samstarfi við SSNE og Eim undir merki Norðanáttar í haust og hlutu styrk úr uppbyggingasjóði 2022.
Vala og Rannveig hafa verið með kaffi undir merkinu Kvörn sem brennt hefur verið á Stöðvafirði en á döfinni er að setja upp kaffibrennslu á Páfastöðum 2 og framleiða þar gæðakaffi. Þær ætla að feta á í fótspor smábrugghúsa með uppbyggingu sem styður við bætta kaffimenningu, nýjungar í framleiðslu, aukið framboð á gæðakaffi, fræðslu og fjölbreytt námskeið sem tengjast kaffi.
Frumkvöðlasjóður Íslandsbanka hefur að markmiði að hvetja til nýsköpunar og þróunar og styðja frumkvöðlaverkefni sem stuðla að þeim fjórum heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sem Íslandsbanki hefur valið að leggja sérstaka áherslu á. Það eru Menntun fyrir alla, Jafnrétti kynjanna, Nýsköpun og uppbygging og Aðgerðir í loftslagsmálum.
Hér má lesa meira um úthlutun úr frumkvöðlasjóði Íslandsbanka.
Mynd: ssnv.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt13 klukkustundir síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Keppni3 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Frétt15 klukkustundir síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?