Viðtöl, örfréttir & frumraun
Valdemar sæmdur Cordon Bleu orðu – Vel heppnaður KM fundur og fundargestir leystir út með gjöfum frá Innnes – Myndaveisla
Nóvemberfundur Klúbbs matreiðslumeistara Norðurlands var haldinn nú á dögunum í matsal Útgerðarfélags Akureyringa. Theódór Sölvi Haraldsson matreiðslumeistari mötuneytisins bauð upp á glæsilegan mat í samvinnu við Innnes og B.jensen kjötvinnslu.
Boðið var upp á kryddjurtahjúpaðann þorskhnakka í forrétt með grilluðu grænmeti og í aðalrétt var folaldalund með kartöflugratín, sveppum, blómkálsmauki og piparsósu.
Jakob Atlason vinnslustjóri ÚA var með létta kynningu á fiskvinnslunni og sagði frá starfseminni.
Sigurður Már Harðarson matreiðslumeistari og sölumaður hjá Innnes var með flotta kynningu á Oscar vörum og leysti út fundargesti með glaðning.
Valdemar Valdemarsson var veitt Cordon Bleu orða KM. Orðan er veitt þeim sem sýnt hafa fram á framúrskarandi starf í þágu matreiðslufagsins. Þórir Erlingsson forseti klúbbsins og Bjarki Hilmarsson frá orðu og laganefnd veittu þessa viðurkenningu.

-
Markaðurinn10 klukkustundir síðan
Veitingastaðurinn Stapinn á Arnarstapa er til sölu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Keppni4 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna3 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag