Viðtöl, örfréttir & frumraun
Valdemar sæmdur Cordon Bleu orðu – Vel heppnaður KM fundur og fundargestir leystir út með gjöfum frá Innnes – Myndaveisla
Nóvemberfundur Klúbbs matreiðslumeistara Norðurlands var haldinn nú á dögunum í matsal Útgerðarfélags Akureyringa. Theódór Sölvi Haraldsson matreiðslumeistari mötuneytisins bauð upp á glæsilegan mat í samvinnu við Innnes og B.jensen kjötvinnslu.
Boðið var upp á kryddjurtahjúpaðann þorskhnakka í forrétt með grilluðu grænmeti og í aðalrétt var folaldalund með kartöflugratín, sveppum, blómkálsmauki og piparsósu.
Jakob Atlason vinnslustjóri ÚA var með létta kynningu á fiskvinnslunni og sagði frá starfseminni.
Sigurður Már Harðarson matreiðslumeistari og sölumaður hjá Innnes var með flotta kynningu á Oscar vörum og leysti út fundargesti með glaðning.
Valdemar Valdemarsson var veitt Cordon Bleu orða KM. Orðan er veitt þeim sem sýnt hafa fram á framúrskarandi starf í þágu matreiðslufagsins. Þórir Erlingsson forseti klúbbsins og Bjarki Hilmarsson frá orðu og laganefnd veittu þessa viðurkenningu.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn4 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn1 dagur síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn2 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt1 dagur síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn15 klukkustundir síðanOpnunartími hjá Nathan um hátíðarnar





























































