Vertu memm

Frétt

Vanmerktur ofnæmisvaldur í kjúklingabollum – Barn á leikskólaaldri fékk bráðaofnæmi eftir að hafa borðað umræddar kjúklingabollur

Birting:

þann

Vanmerktur ofnæmisvaldur í kjúklingabollum - Barn á leikskólaaldri fékk bráðaofnæmi eftir að hafa borðað umræddar kjúklingabollur

Matvælastofnun barst ábending um ofnæmis- og óþolsvald (soja) í kjúklingabollum án þess að það kom fram í innihaldslýsingu. Barn á leikskólaaldri fékk bráðaofnæmi og var flutt á bráðamóttöku eftir að hafa borðað umræddar kjúklingabollur.

Kjúklingabollurnar voru einungis seldar til eins viðskiptavinar og því var dreifing mjög takmörkuð og varan hefur verið tekin af markaði.

Matvælastofnun ítrekar að matvælafyrirtæki, þ.e. framleiðendur, verslanir og veitingastaðir, sem framleiða, selja og bera fram matvæli, bera sjálf ábyrgð á því að fylgja reglum við merkingar og aðra upplýsingagjöf um matvæli sem þau framleiða og eða selja svo að neytendur geti treyst á þær séu réttar.

Í tilkynningu frá Matvælastofnun segir að verklag skal vera til staðar sem að tryggir að þess sé ávallt gætt að réttar upplýsingar séu á miðum, forprentuðum umbúðum, fylgiskjölum, vefsíðum og öðru kynningarefni, eftir því sem við á, og þær séu samkvæmt kröfum reglugerða sem varða merkingar/upplýsingar matvæla.

Mynd: mast.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið