Frétt
Vanmerktur ofnæmisvaldur í kjúklingabollum – Barn á leikskólaaldri fékk bráðaofnæmi eftir að hafa borðað umræddar kjúklingabollur
Matvælastofnun barst ábending um ofnæmis- og óþolsvald (soja) í kjúklingabollum án þess að það kom fram í innihaldslýsingu. Barn á leikskólaaldri fékk bráðaofnæmi og var flutt á bráðamóttöku eftir að hafa borðað umræddar kjúklingabollur.
Kjúklingabollurnar voru einungis seldar til eins viðskiptavinar og því var dreifing mjög takmörkuð og varan hefur verið tekin af markaði.
Matvælastofnun ítrekar að matvælafyrirtæki, þ.e. framleiðendur, verslanir og veitingastaðir, sem framleiða, selja og bera fram matvæli, bera sjálf ábyrgð á því að fylgja reglum við merkingar og aðra upplýsingagjöf um matvæli sem þau framleiða og eða selja svo að neytendur geti treyst á þær séu réttar.
Í tilkynningu frá Matvælastofnun segir að verklag skal vera til staðar sem að tryggir að þess sé ávallt gætt að réttar upplýsingar séu á miðum, forprentuðum umbúðum, fylgiskjölum, vefsíðum og öðru kynningarefni, eftir því sem við á, og þær séu samkvæmt kröfum reglugerða sem varða merkingar/upplýsingar matvæla.
Mynd: mast.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt4 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Keppni4 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars