Freisting
Eftirréttir sem listgrein
Það má með sanni segja, að þeir eftirréttir, sem Stéphane Glacier galdraði fram, á BOIRON kynningunni, sem fram fór dagana 31.
janúar og 1. febrúar s.l. í Hótel- og Matvælaskólanum, hafi mátt flokka sem listgrein.

GV heildverslun stóð fyrir kynningunni sem hefur markaðssett hágæðavörurnar frá Boiron í mörg ár og í ár var fenginn mjög frægur pastry chef frá Frakklandi, Stéphane Glacier, til að leiða íslenska bakara og matreiðslumenn, í allan sannleikann um allt það nýjasta á þessu sviði, stefnu og strauma.
Stéphane Glacier hefur unnið til margra verðlauna í fagkeppnum og náði m.a. þeim merka áfanga að vera Meilleur Ouvrier de France Pâtissier árið 2000. Jafnframt því að ferðast um heiminn og halda
námskeið, þá rekur hann skóla í Frakklandi fyrir fagmenn á þessu sviði við góðar orðstír. Og síðast en ekki síst, þá hefur hann gefið út nokkrar bækur, um þetta efni, sem að vakið hafa verðskuldaða athygli fagmanna.
Óhætt er að segja að þátttakendur hafi verið yfir sig hrifnir af þeim faglegu vinnubrögðum og framsetningu, sem að þeir urðu vitni að á námskeiðunum.
GV heildverslun vill koma á framfæri þakklæti fyrir þann áhuga, sem bakarar og matreiðslumenn sýndu kynningunum, en fullt var á þeim báða dagana.


-
Bocuse d´Or4 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Pistlar5 dagar síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Starfsmannavelta6 dagar síðanVeitingarekstur á KEF varð ósjálfbær – Reksturinn skilaði milljarðatapi
-
Markaðurinn2 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn1 dagur síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn2 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu





