Vertu memm

Uppskriftir

Léttsaltaður þorskur með kardimommugljáa og blómkálsmauki

Birting:

þann

Léttsaltaður þorskur með kardimommugljáa og blómkálsmauki

Aðalréttur fyrir 4

  • 800 gr Þorskhnakki
  • 50 gr Gróft sjávarsalt
  • 20 gr Sykur
  • 1 stk Appelsína
  • 1 haus Blómkál
  • 100 gr Mascarpone ostur
  • 4 stk Kardimommur
  • 500 ml Kálfasoð
  • 3 ml Truffluolía
  • 100 gr smjör

Veisluþjónusta - Banner

Þorskur

Aðferð

  1. Þorskurinn snyrtur til.
  2. Appelsínubörkur raspaður út í saltið og sykurinn.
  3. Appelsínan skorin í appelsínulauf og appelsínusafinn kreistur útí og þorskinum velt upp úr þessu og látinn liggja í 2 klst.
  4. Þorskurinn er síðan skorinn í 200 gr sneiðar
  5. Hann er síðan brúnaður á pönnu og settur í 180°C ofn í um 6 mínútur

 Blómkálsmauk

  1. Blómkálið hreinsað
  2. Blómkálið er soðið í vatni í 30 mín
  3. Blómkálið er maukað í mixer með mascarpone og truffluoliu.

Kardimommugljái

  1. Kálfasoð soðið niður um helming ásamt kardimommum
  2. Smjöri þeytt út í soðið án þess að sjóði
Eyþór Mar Halldórsson

Eyþór Mar Halldórsson

Höfundur er Eyþór Mar Halldórsson matreiðslumeistari.
Mynd: Heiðar Kristjánsson

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið