Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Nýr veitingastaður opnar á Keflavíkurflugvelli – Bjarni Gunnar: „Já við vorum að opna Elda“

Birting:

þann

Veitingastaðurinn Elda á Keflavíkurflugvelli

Nýr veit veitingastaður hefur verið opnaður á Keflavíkurflugvelli og er staðsettur beint á móti útganginum úr Fríhöfninni.

Staðurinn hefur fengið nafnið Elda og er áhersla lögð á gæði og gott hráefni. Maturinn er ferskur og fjölbreyttir kostir verða í boði fyrir alla; trufflu hamborgari, fiskur og franskar, kjötsúpa og bleikjusalat, svo dæmi séu tekin.

Veitingastaðurinn Elda á Keflavíkurflugvelli

Á morgnana verða í boði léttari kostir; Egg Benedikt, pönnukökur með sírópi og Avocado Toast. Svo er Ísey skyrbar inni á staðnum sem verður alltaf opinn með ferskar skálar. Og fyrir þau sem eru á hraðferð verður alltaf gott úrval tilbúinna rétta til að grípa með sér.

Elda er í eigu SSP, alþjóðlegs fyrirtækis sem sérhæfir sig í rekstri veitingastaða á flugvöllum og rekur yfir 2.500 staði víða um heim.

„Já við vorum að opna Elda“

sagði Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumaður í samtali við veitingageirinn.is.

Bjarni Gunnar Kristinsson

Bjarni Gunnar Kristinsson

„Svo erum við að opna nýjan veitingastað á Keflavíkurflugvelli sem mun bjóða upp á glæsilegt smurbrauð ofl. sem verður staðsettur þar sem Joe The Juice var, en ég hef verið að starfa hjá SSP sem pre opening chef.

Svo tekur Ísak Darri við af mér með Gylfa Harðarssyni. Á SSP Iceland eru Jón Haukur Baldvinsson og Daníel Stefánsson við stjórnvölin.“

Sagði Bjarni, en hann starfaði áður sem yfirmatreiðslumaður Marriott hótelsins við Austurhöfn í Reykjavík.

Hönnunin á Elda er einstaklega falleg, með vísun í íslenska arfleifð og náttúru – og þægindi farþega í fyrirrúmi.

„Við erum virkilega stolt af matnum á Elda sem er gerður úr gæðahráefni. Þetta eru mikið til klassískir réttir en með íslensku hráefni.  Svo leggjum við auðvitað mikið upp úr því að koma til móts við fjölbreytta hópa, við verðum t.d. með frábæra hraðþjónustu fyrir þau sem liggur á.

Þá verðum við með flotta grænmetis- og veganrétti og virkilega metnaðarfullan barnamatseðil. Við hlökkum mjög til að kynna Elda fyrir flugvallargestum,“

segir Jón Haukur Baldvinsson, rekstrarstjóri SSP á Íslandi.

 

Matseðillinn er mjög girnilegur

„Við erum mjög ánægð að hafa fengið SSP til liðs við okkur á Keflavíkurflugvelli. Elda er frábær viðbót við veitingaflóruna hjá okkur. Stór hluti farþega hefur verið að kalla eftir meiri gæðum og Elda svarar því kalli vel.

Matseðillinn er mjög girnilegur og því vert að mæta snemma í flug og gefa sér góðan tíma,“

segir Gunnhildur Erla Vilbergsdóttir, deildarstjóri verslunar og veitinga hjá Isavia.

Veitingastaðurinn Elda á Keflavíkurflugvelli

Vídeó

Sindri Sindrason hjá Íslandi í dag fór til að sjá breytingarnar á nýrri Leifsstöð, en innslagið má sjá hér að neðan þar sem sjá má hvernig Keflavíkurflugvöllur hefur breyst.

Myndir: isavia.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið