Freisting
Starfsmönnum fækkað um hátt í 60

Starfsmönnum HB Granda á Akranesi hefur fækkað um hátt í sextíu á rúmu ári frá því fyrirtækið varð til við sameiningu Haralds Böðvarssonar á Akranesi og Granda í Reykjavík.
Starfsfólki í landvinnslu hefur fækkað um 45 eða um þriðjung samkvæmt úttekt Verkalýðsfélags Akraness. Sjómönnum hefur fækkað um átta eða liðlega tíu prósent og ellefu til viðbótar hefur verið sagt upp störfum en lofað öðru plássi hjá fyrirtækinu ef þeir vilja.
Forysta Verkalýðsfélags Akraness segir samdráttinn í starfsmannahaldi fyrirtækisins á Akranesi mun meiri en eðlilegt geti talist og segir Vilhjálmur Birgisson, formaður félagsins, að Skagamenn hafi verið niðurlægðir í sameiningunni.
Greint frá á visir.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Markaðurinn5 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun20 klukkustundir síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Markaðurinn3 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Frétt4 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu





