Viðtöl, örfréttir & frumraun
Hjá Jóni í gamla Landsímahúsinu – Albert: „..sérlega ánægjulegt að sjá þetta glæsilega hús og borða himneskan mat á veitingastaðnum“
Við Austurvöll er Iceland Parliament hótelið og í því er nýi veitingastaðurinn Hjá Jóni, þar sem Landsíminn var áður til húsa.
„Þegar ég var tvítugur vann ég sumarlangt í Landsímahúsinu og eldaði fyrir starfsfólk í húsinu. Gaman að segja frá því að þegar Bergþór minn var ungur maður var hann næturvörður í Landssímahúsinu og fór nokkrar eftirlitsferðir á nóttu.
Húsið hefur nú tekið stakkaskiptum og breyst í höll, hótelið Iceland Parliament Hotel, sem er með ýmsum sölum til margvíslegra nota og ber þar auðvitað hæst Sjálfstæðissalurinn, gamla Sigtún, fyrir brúðkaupsveislur, tónleika og margt annað.“
Þetta skrifar Albert Eiríksson á heimasíðu sinni alberteldar.is.

Sjálfstæðissalurinn, sem einnig hefur gengið undir heitunum Nasa, Sigtún eða Sjálfstæðishúsið hefur gengið í endurnýjun lífdag, en búið er að endurgera þennan fornfræga stað, á sínum gamla stað. Fallegri en nokkru sinni.
Albert Eiríksson ásamt eiginmanni sínum, Bergþóri Pálssyni óperusöngvara, og tengdaföður, Páli Bergþórssyni veðurfræðingi kíktu í heimsókn Hjá Jóni og Albert birti skemmtilega umfjöllun um heimsóknina á heimasíðu sinni hér.
Myndir: alberteldar.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn2 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Keppni4 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanCraft Burger Kitchen lokar – erfiðu rekstrarumhverfi kennt um






