Viðtöl, örfréttir & frumraun
Hjá Jóni í gamla Landsímahúsinu – Albert: „..sérlega ánægjulegt að sjá þetta glæsilega hús og borða himneskan mat á veitingastaðnum“
Við Austurvöll er Iceland Parliament hótelið og í því er nýi veitingastaðurinn Hjá Jóni, þar sem Landsíminn var áður til húsa.
„Þegar ég var tvítugur vann ég sumarlangt í Landsímahúsinu og eldaði fyrir starfsfólk í húsinu. Gaman að segja frá því að þegar Bergþór minn var ungur maður var hann næturvörður í Landssímahúsinu og fór nokkrar eftirlitsferðir á nóttu.
Húsið hefur nú tekið stakkaskiptum og breyst í höll, hótelið Iceland Parliament Hotel, sem er með ýmsum sölum til margvíslegra nota og ber þar auðvitað hæst Sjálfstæðissalurinn, gamla Sigtún, fyrir brúðkaupsveislur, tónleika og margt annað.“
Þetta skrifar Albert Eiríksson á heimasíðu sinni alberteldar.is.
Albert Eiríksson ásamt eiginmanni sínum, Bergþóri Pálssyni óperusöngvara, og tengdaföður, Páli Bergþórssyni veðurfræðingi kíktu í heimsókn Hjá Jóni og Albert birti skemmtilega umfjöllun um heimsóknina á heimasíðu sinni hér.
Myndir: alberteldar.is
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt4 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Frétt19 klukkustundir síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt3 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum