Markaðurinn
KEA skyr eins og þú hefur aldrei séð það áður
Nú er komin á markað ný og spennandi sérútgáfa af KEA skyri sem verður aðeins á markaði í takmarkaðan tíma. Nýtt KEA skyr með banana- og súkkulaðibragði er líkt og aðrar KEA skyr bragðtegundir próteinríkt og einstaklega bragðgott.
„Sérútgáfurnar okkar hafa vakið mikla athygli síðustu misseri enda höfum við verið óhrædd við að setja á markað nýjar og spennandi bragðtegundir.
Að þessu sinni leyfðum við okkur jafnframt að fara langt út fyrir boxið í hönnun á umbúðunum og getum fullyrt að íslenskir skyraðdáendur hafi aldrei séð neitt þessu líkt,“
segir Halldóra Arnardóttir, markaðsstjóri ferskvara hjá Mjólkursamsölunni.
Fyrsta KEA skyr sérútgáfan með saltkaramellubragði og eldgosi á umbúðunum vakti mikla lukku og fór það svo að hún var sett í hefðbundnar KEA skyr umbúðir og á nú fastan sess í vöruframboði KEA skyrs.
Nýja sérútgáfan með banana og súkkulaðibragði verður án plastloks og pappaskeiðar og er það liður í þeirri stefnu MS að draga úr plastnotkun en rannsóknir sýna að Íslendingar eru að venjast því að nota fjölnota skeiðar eftir að plastskeiðarnar voru bannaðar.
„Hvert skref í þessa átt er gott skref og við munum halda áfram þeirri vinnu að draga úr plasti í umbúðum okkar eins og kostur er án þess þó að það bitni á geymsluþoli varanna en skyrið er viðkvæm vara og plastið best til þess fallið að halda viðhalda gæðum og geymsluþoli þess,“
bætir Halldóra við að lokum.
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni4 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur