Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Gunni Kalli opnar nýjan veitingastað á Akureyri – Myndir
Meistarakokkurinn Gunnar Karl Gíslason, stofnandi og eigandi Michelin veitingastaðarins Dill í Reykjavík opnar nýjan veitingastað á Akureyri í dag. Staðurinn sem hefur fengið nafnið North er staðsettur á jarðhæð Hótels Akureyrar í gamla Skjaldborgarhúsinu við Hafnarstræti.
Gunnar segir að North verði einskonar litla systir Dillsins, en ekki eins og Dill. Á North er borinn fram morgunverður frá klukkan 07:00 til 11:00 fyrir gesti og gangandi og á kvöldin frá klukkan 18:00.
Á North er boðið upp á 7 rétta smakkseðil sem kostar 10.800 kr. og er lögð áhersla á íslenskt hráefni og þá sérstaklega það hráefni sem norðurlandið hefur upp á að bjóða. Nú á dögunum auglýsti Gunnar Karl í Dagskránni á Akureyri opnunina á staðnum og biðlaði til þeirra sem selja skemmtilegt hráefni að hafa samband.
Hægt er að panta borð á Dineout.is hér.
Myndir: Gunnar Karl Gíslason
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni10 klukkustundir síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur
-
Frétt3 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Úrvalslið veitingageirans fagnaði opnun þriggja nýrra veitingastaða á Keflavíkurflugvelli – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð