Vertu memm

Markaðurinn

Skyrkakan sem enginn stenst

Birting:

þann

Skyrkakan sem enginn stenst

Skyr­kök­ur eru al­gjör dá­semd og hér erum við með upp­skrift frá Berg­lindi Hreiðars á Gotteri.is sem er með mat­ar­lími og hægt er að skera í sneiðar.

„Skyr­kök­ur eru eitt­hvað sem eng­inn stenst. Ég þori varla að viður­kenna það en ég hef aldrei áður gert skyr­köku með mat­ar­lími sem hægt er að skera í sneiðar, alltaf bara í stóra skál eða lít­il glös. Ég hef hins veg­ar gert ótal osta­kök­ur á þenn­an máta svo það var sann­ar­lega kom­inn tími til að prófa.

Látið mat­ar­límið alls ekki hræða ykk­ur, það er ekk­ert mál að nota það, bara fylgja upp­skrift­inni!“

seg­ir Berglind.

Skyrkaka upp­skrift

Botn

Auglýsingapláss
  • 260 g hafra­kex
  • 100 g brætt smjör

Aðferð:

  1. Setjið bök­un­ar­papp­ír í botn­inn á um 20-22 cm smellu­formi.
  2. Myljið hafra­kex í bland­ara þar til það er orðið duft­kennt.
  3. Blandið bræddu smjöri sam­an við og þjappið í botn­inn á smellu­form­inu, setjið í fryst­inn á meðan þið út­búið fyll­ing­una.

Fyll­ing

  • 350 ml rjómi
  • 2 msk. flór­syk­ur
  • 2 tsk. vanillu­syk­ur
  • 500 g KEA skyr með jarðarberj­um og blá­berj­um
  • 5 mat­ar­líms­blöð
  • 50 ml mjólk

Aðferð:

  1. Leggið mat­ar­líms­blöðin í bleyti í kalt vatn í nokkr­ar mín­út­ur.
  2. Hitið mjólk­ina í potti, takið mat­ar­líms­blöðin upp úr vatn­inu, eitt í einu og vindið út í heita mjólk­ina. Hrærið vel á milli hvers og þegar blöðin eru öll upp­leyst má hella blönd­unni í skál og leyfa hit­an­um að rjúka úr á meðan þið und­ir­búið annað.
  3. Þeytið rjóma, flór­syk­ur og vanillu­syk­ur sam­an.
  4. Vefjið skyr­inu sam­an við rjóma­blönd­una og hellið næst mat­ar­líms­blönd­unni í mjórri bunu sam­an við og blandið vel sam­an.
  5. Hellið yfir kex­botn­inn í smellu­form­inu og setjið í kæli í að minnsta kosti 5 klukku­stund­ir eða yfir nótt.
  6. Skerið síðan meðfram hringn­um á form­inu að inn­an áður en þið losið hliðarn­ar frá og flytjið kök­una yfir á fal­leg­an disk.

Skreyt­ing

  • Ber eft­ir eig­in ósk
  • Saxað suðusúkkulaði

Hægt að sjá uppskriftina einnig hér.

Skyrkakan sem enginn stenst

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið