Markaðurinn
Ljúffenga Sumarostakakan með sítrónu er komin í sölu
Sumarostakakan úr Eftirréttalínu MS er komin í hillur verslana og salan fer vel af stað, en sítrónuþekjan ofan á henni á einstaklega vel við bragðlaukana á sumrin og guli liturinn tónar vel við sólina.
Ostakökur eru sígildar og eru vinsælar sem eftirréttur að lokinni góðri máltíð. Þær eru einnig góðar einar sér með ilmandi kaffibolla, kakói eða ískaldri mjólk. Það er um að gera að skreyta Sumarostakökuna með litríkum blómum og sítrónusneiðum. Einnig er ljúft að bera hana á borð með þeyttum rjóma.
Auðveldlega má fjarlægja álformið utan af kökunni með því að klippa lóðrétt frá toppi og niður að botni og einfaldlega rífa brúnina af. Þá er auðvelt að koma breiðum spaða undir kökuna og flytja hana yfir á fallegan kökudisk.
Sumarostakakan verður í sölu frameftir sumri.
-
Vín, drykkir og keppni20 klukkustundir síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur
-
Frétt3 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Úrvalslið veitingageirans fagnaði opnun þriggja nýrra veitingastaða á Keflavíkurflugvelli – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Áramótabomba Churchill