Markaðurinn
Ljúffenga Sumarostakakan með sítrónu er komin í sölu
Sumarostakakan úr Eftirréttalínu MS er komin í hillur verslana og salan fer vel af stað, en sítrónuþekjan ofan á henni á einstaklega vel við bragðlaukana á sumrin og guli liturinn tónar vel við sólina.
Ostakökur eru sígildar og eru vinsælar sem eftirréttur að lokinni góðri máltíð. Þær eru einnig góðar einar sér með ilmandi kaffibolla, kakói eða ískaldri mjólk. Það er um að gera að skreyta Sumarostakökuna með litríkum blómum og sítrónusneiðum. Einnig er ljúft að bera hana á borð með þeyttum rjóma.
Auðveldlega má fjarlægja álformið utan af kökunni með því að klippa lóðrétt frá toppi og niður að botni og einfaldlega rífa brúnina af. Þá er auðvelt að koma breiðum spaða undir kökuna og flytja hana yfir á fallegan kökudisk.
Sumarostakakan verður í sölu frameftir sumri.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn6 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Keppni2 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn6 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn1 dagur síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya







