Freisting
Von á um 60 skemmtiferðaskipum næsta sumar

Útlit er fyrir að 59 skemmtiferðaskip muni hafa viðkomu á Akureyri næsta sumar, nokkru fleiri en var á liðnu sumri þegar 56 slík skip sigldu inn Eyjafjörðinn. „Það er langt komið að bóka skipin,“ segir Pétur Ólafsson, markaðs- og skrifstofustjóri Hafnarsamlags Norðurlands. Nú fyrir helgi duttu tvö skip út, en önnur gætu komið í staðinn. Hann segir því spáð að 8-9% aukning verði á þessum vettvangi á næstu árum, þ.e. farþegum mun fjölga um þessi tæpu 10% á komandi árum. Farþegar á skipunum á liðnu sumri voru um 44-5 þúsund talsins og í áhöfnum skipanna um 22 þúsund manns.Tekjur Hafnasamlagsins námu um 175 milljónum króna á síðastliðnu ári, sem er svipað og var árið á undan. Landaður afli var um 65 þúsund tonn, um 5 þúsund tonnum meira en var árið 2004. Minna var landað af bolfiski, frystum fiski og rækju, en aukning varð á milli ára hvað síld og loðnu varðar. Flutningar um höfnina voru tæplega 140 þúsund tonn, sem er töluvert minna en var árið á undan, þegar um 180 þúsund tonn af vörum fóru um höfnina.
greint frá á mbl.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Frétt3 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri





