Freisting
Chef/Manager vantar á Bahamas
Hótelið „Island Seas Reasort“ á Grand Bahamas vantar mann eða konu (menntaðan matreiðslumann) til starfa sem fyrst.
Viðkomandi þarf að hafa góða hæfileika til að stjórna, hafa yfirumsjón um 35 manns og sýna góða umburðalund gagnvart eyjamönnum, en það er reyndar list útaf fyrir sig, að sögn reyndra Íslendinga þar.
Hótelið býður núna upp á 100 manna veitingastað sem inniheldur morgunmat, hádegismat og kvöldmat, en þess ber að geta að gestir sveitngastaðarins sitja úti á verönd, þar sem þeir horfa út í náttúruna og glæsilega strönd fyrir neðan.
Viðkomandi þarf að sjá um að skipuleggja 400 manna herbergisþjónustu, þ.e.a.s. sjá um allt frá því að kaupa inn matinn, bakka og diska, hjálma og þess háttar og koma honum i gagnið, en það er enginn herbergisþjónusta til staðar núna.
Nýr veitingastaður er í smíðum núna og verður viðbygging við hótelið og verður það 150 manna inni-veitingastaður, n.t. fínn fjölskyldustaður. Áætlaður opnunartími á Veitingastaðnum er eftir 7 mánuði. Viðkomandi þarf einnig að sjá um allann rekstur, pantanir þar og sjá um undirbúning við opnun á staðnum.
Þetta er krefjandi starf og launin eru góð fyrir réttan aðila.
Hótelið sér um húsnæðið (svítu) fyrir viðkomanda fyrstu 3 mánuðina á meðan er verið að koma sér fyrir.
Island Seas Reasort er hluti af hótelkeðju útum allann heim, en hér getur þú séð öll hótelin sem tilheyra þessari keðju með því að smella hér
Þeir sem hafa áhuga, er bent á að hafa samband við:
Nafn: Janet
Sími: (hringt frá Ísl.) 001-386-295-3113
Netfang: [email protected]
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Markaðurinn3 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Frétt4 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu
-
Keppni2 dagar síðanCoffee & Cocktails hreppti 1. sætið í Old Fashioned keppninni





