Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr matarvagn við Frakkastíg opnar – Ingó og Matti: „Þetta var langt fram úr okkar væntingum…“
Það má með sanni segja að nýi matarvagninn á Frakkastígnum hafi farið vel af stað, en mikil aðsókn var við opnun í gær 1. mars að loka þurfti fyrr en áætlað var, þar sem hráefnið hreinlega kláraðist.
Matarvagninn heitir Víkinga pylsur og er staðsettur efst á Frakkastíg, rétt fyrir neðan Hallgrímskirkju og býður upp á girnilegar pylsur og að auki þessar hefðbundnu pylsur sem allir íslendingar þekkja.
Eigendur eru vinirnir Ingólfur Albert Þorsteinsson og Marteinn Marlin Kelley eða Ingó og Matti eins og þeir eru kallaðir í daglegu tali.
„Þetta var langt fram úr okkar væntingum og alveg frábærar móttökur.“
Sögðu Ingó og Matti um formlegu opnunina í gær.
Á matseðlinum eru tvær tegundir af pylsum, þær eru:
Lamb og bernaise
Hægeldaður rifinn frampartur, bernaise, rauðkál og steiktur laukur. Þessi pylsa er strangheiðarleg og lambið fær að njóta sín.
Rifið svínakjöt
Rifið svínakjöt, rauðkál, stökkar kartöflur, mayones, BBQ sósa og sriracha tabasco sósa. Þetta er svakaleg pylsa, mæli með að allir smakki hana, tabasco sósan gerir svo mikið fyrir þessa.
Og eins áður segir, að auki þessar hefðbundnu pylsur sem allir íslendingar þekkja.
- Rifið svínakjöt
- Lamb og bernaise
„Við höfum talað um það í mörg ár að opna veitingastað saman og hugmyndirnar margar. Allar hugmyndir okkar voru að opna lítinn veitingastað og okkur finnst tilvalið að byrja hérna. Maður þarf að byrja einhvers staðar.“
Sögðu vinirnir hressir í samtali við veitingageirinn.is aðspurðir um hvernig kom það til að opna matarvagn.
Á að bjóða uppá fleiri tegundir af pylsum eða rétti?
„Þetta er lítill vagn svo það er ekki svigrúm fyrir mikið stærri matseðil en þetta, en það er fullt af möguleikum þegar við förum í stærra húsnæði.“
Fylgist með á facebook Víkinga pylsur hér.
Meðfylgjandi myndir tók Samuel Hermannsson
-
Markaðurinn4 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Markaðurinn5 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni3 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins
-
Frétt5 dagar síðanÞegar þorrablót ganga í garð. Hvað þarf að hafa í huga varðandi matvælaöryggi?
-
Markaðurinn3 dagar síðanRýmingarsala á nokkrum línum frá BONNA










