Keppni
Vel heppnað Íslandsmót í rúllupylsugerð – Hafdís og Matthías sigruðu annað árið í röð

Vinningshafar
F.v. Jón Jónsson frá Kirkjubóli, Hafdís Sturlaugsdóttir og Kirkjubólssystkinin Jón Valur Jónsson og Dagrún Ósk Jónsdóttir
Íslandsmótið í rúllupylsugerð var haldið laugardaginn 23. nóvember 2013 s.l. í félagsheimilinu Sævangi á Ströndum. Keppnin var haldin í annað sinn af Slow food samtökunum á Íslandi og Sauðfjársetrinu á Ströndum.
Keppnisreglur:
- Þáttakendur mega koma með eins margar gerðir rúllupylsu og þeir vilja.
- Þáttakendur bjóða gestum að smakka á rúllupylsunum.
- Dómnefnd valinkunnra matgæðinga og smakkara munu leggja dóm á lykt, áferð, bragð, framsetningu og frumleika.
- Viðurkenningar verða veittar fyrir 3 efstu sætin og aukaverðlaun fyrir frumleika.
Til keppni komu 11 tegundir af rúllupylsum og engar tvær eins, þannig að dómnefnd hafði nóg að gera að smakka, lykta og horfa á herlegheitin.
Í dómnefndinni voru eftirfarandi:
- Halla Steinólfsdóttir bóndi frá Slow food
- Bára Karlsdóttir veitingamaður á Café Riis Hólmavík
- Sverrir Þór Halldórsson Matreiðslumeistari
Úrslit urðu þessi:
1. sæti
Í fyrsta sæti var Fjalladrottningin en höfundar eru Hafdís Sturlaugsdóttir og Matthías Lýðsson í Húsavík. „Villijurtabragðið kemur vel í gegn og sérstaklega er blóðbergið yfirgnæfandi“, og þar með vörðu Hafdís og Matthías titillinn frá því í fyrra.
2. sæti
Í öðru sæti var Strandasæla, sem Jón Jónsson aðstoðarmaður hjá Ferðaþjónustunni Kirkjubóli á Ströndum hafði útbúið, með sojasósu, rauðlauk og sveppum.

3. sætið og frumlegasta rúllupylsan fengu Kirkjubólssystkinin Jón Valur Jónsson og Dagrún Ósk Jónsdóttir
3. sæti og frumlegasta rúllupylsan
Í þriðja sæti var rúllupylsan „Ein með öllu“ sem Jón Valur Jónsson og Dagrún Ósk Jónsdóttir á Kirkjubóli gerðu. Þau notuðu hráan lauk og steiktan, tómat, remúlaði og sinnep í sína rúllupylsu. Sú pylsa var einnig valin sú frumlegasta í keppninni.
- Rúllupylsa
- Vinningshafar
- Allir fengu að smakka
- Strandasæla
- Allir fengu að smakka
- Litaglöð
- JJ
- Allir fengu að smakka
- Gandhi
- Eftirlæti Kollfirðingsins
- Bjórpylsa
Vel var að þessu staðið og samfélaginu til framdráttar.
Myndir: Valdís Einarsdóttir
![]()
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni4 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Markaðurinn3 dagar síðanDesembertilboð fyrir veitingageirann með allt að 45 prósenta afslætti
-
Markaðurinn5 klukkustundir síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni






















