Keppni
Hafdís og Matthías sigruðu Rúllupylsukeppni Íslands
Rúllupylsukeppni Íslands var haldin í Króksfjarðarnesi fullveldisdaginn 1. desember síðastliðinn, en hugmyndin að keppninni kviknaði á Salone del Gusto í Torino. Þar voru á ferð Þorgrímur og Helga á Erpsstöðum auk Höllu í Ytri-Fagradal að selja heimaframleiðslu sína á Slow-Food matarhátíðinni þar. Í anda Slow-Food ákváðu þau að efna til samkeppni í rúllupylsugerð til að vekja athygli á gömlum og góðum íslenskum matarhefðum.
Þátttaka var viðunandi m.t.t. að ekki tóku allir keppnina alvarlega og héldu að þetta væri bara enn ein vitleysan sem Höllu og Þorgrími dytti í hug, segir á vef dalir.is. Rúllupylsur bárust í keppnina af Ströndum, Reykhólasveit, Dölum og Suðurnesjum. Flestum kom fjölbreytt úrvinnsla virkilega á óvart og verður nú vart aftur snúið að halda keppnina aftur að ári.
Dómarar voru Dominique Plédel Jónsson formaður Slow-Food samtakanna á Íslandi og Ómar B. Hauksson kjötiðnaðarmeistari í Borgarnesi. Eftir mikla yfirlegu og mikið smakk var niðurstaðan sú að sigurvegarar keppninnar væru Hafdís Sturlaugsdóttir og Matthías Lýðsson í Húsavík á Ströndum fyrir léttreykta rúllupylsu. Hafdís og Matthías tóku einnig önnur verðlaun fyrir ávaxtafyllta rúllupylsu. Sérstaka viðurkenningu fékk síðan rúllupylsa frá Sverri Kristjánssyni og Heiðrúnu Sigurðardóttur í Reykjanesbæ.
Rúllupylsukeppni var algjörlega frábær og hjónin sem unnu eru alveg einstök í heimakjötvinnslu, öll vinnan, öll hugsun er til fyrirmyndar, algjörlega. Ég var búin að heyra um þau áður, en það sannreyndist þarna í Króksfjarðarnesi
, sagði Dominique einn af dómurunum í samtali við freisting.is.
Í lokin fengu allir gestir að smakka á rúllupylsunum. Og hafði hver og einn sína skoðun á því hvaða rúllupylsa væri best, enda smekkur fólks mismunandi.
Myndir: Aðsendar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni1 dagur síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Markaðurinn11 klukkustundir síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Keppni2 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana