Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Stefna á að opna veitingastað í Ráðagerði á Seltjarnarnesi í sumar
Gísli Björnsson áformar ásamt félögum sínum, þeim Jóni Ágústi Hreinssyni og Viktori Má Kristjánssyni, að opna veitingastað í Ráðagerði á Seltjarnarnesi í sumar.
Gísli segir í samtali við mbl.is að þeir félagar hafi lengi unnið saman, séu vanir veitingamenn og rekstraraðilar á ýmsum veitingastöðum í Reykjavík. Beðið er eftir að hefja framkvæmdir við veitingahúsið þegar deiliskipulagið liggur fyrir, en bærinn seldi húsið á síðasta ári og er nú verið að kynna nýtt deiliskipulag sem leyfir breytta notkun þess.
„Við ætlum að bjóða upp á mat og drykk með ítölsku ívafi með áherslu á aperitivostemninguna sem hefur svo lengi verið í hávegum höfð á Ítalíu. Boðið verður upp á ýmsa smárétti, eldbakaðar pítsur, tartinesamlokur og ýmislegt fleira spennandi. Markmiðið er að gera notalegan stað sem allir aldurshópar geta notið sín frá klukkan 9-23,“
segir Gísli að lokum við mbl.is.
Mynd: seltjarnarnes.is
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Pistlar3 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Markaðurinn3 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn4 dagar síðanNorðanfiskur leitar að metnaðarfullum sölufulltrúa






