Sverrir Halldórsson
Uxabrjóst á Laugaás | „… gaman þegar veitingamenn þora að fara út fyrir þægindahringinn“
Það var einn þriðjudag nú í nóvember að ég rak inn trýnið á Laugaás og mér til mikillar ánægju var Uxabrjóst á matseðlinum, en svo las ég áfram og þar stóð með stúfuðu hvítkáli, rauðkáli og sykurbrúnuðum kartöflum og ég hugsaði, best að smakka þetta áður en maður lætur í sér heyra. Fékk mér fyrst súpu dagsins tómatsúpu og var hún mjög góð.
Svo kom Uxabrjóstið og það merkilega var að þetta smakkaðist alveg prýðilega saman, og er Raggi (innsk: Ragnar Guðmundsson eigandi Laugaás) birtist alveg eyðilagður yfir þessu, en eftir að hann hafði heyrt hvað mér fannst, ákváðum við að ég kæmi í næstu viku og þá skyldi það vera á hefðbundinn máta.
Og viku seinna var ég mættur og nú var skrifað á matseðlinum Léttsaltað Uxabrjóst með soðnum kartöflum og stúfuðu hvítkáli og þvílíkt sælgæti.
- Blómkálsúpa
- Léttsaltað Uxabrjóst með soðnum kartöflum og stúfuðu hvítkáli
- Tómatsúpa
Ég held að Laugaás sé eini veitingastaðurinn í höfuðborginni sem býður upp á þennann rétt, og er það vel.
Mikið er það gaman þegar veitingamenn þora að fara aðeins út fyrir þægindahringinn og hugsa hvað langar viðskiptavininum í, því það er sjaldnast það sem matreiðslumaðurinn heldur.
Ég segi bara takk fyrir mig, ég á eftir að koma aftur.
![]()
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Markaðurinn3 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn2 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn1 dagur síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra














