Uppskriftir
Kampavínssoðinn kræklingur ásamt blaðlauk, framreiddur í eigin safa
Ađalréttur fyrir 4.
Innihald:
2 kg ferskur kræklingur
5oo ml kampavín
2 msk hvítlaukur
20 gr steinselja söxuð
200 gr blaðlaukur (julienne skurður)
100 ml fiskisoð
salt og pipar
Aðferð:
Laukarnir eru léttsteiktir á pönnu.
Kræklingarnir eru settir í pönnuna, víninu er bætt í ásamt soðinu og soðið niður með loki.
Passið að sjóða kræklinginn þar til að allir hafa opnað sig, annars er þeim hent sem opnast ekki.
Berið kræklinginn fram í djúpum disk í eins konar fjall og soðinu hellt yfir hann, steinseljunni er svo stráð yfir.
Höfundur er Hákon Bragi Valgeirsson matreiðslumeistari.
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Frétt2 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Markaðurinn20 klukkustundir síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi