Uppskriftir
Kampavínssoðinn kræklingur ásamt blaðlauk, framreiddur í eigin safa
Ađalréttur fyrir 4.
Innihald:
2 kg ferskur kræklingur
5oo ml kampavín
2 msk hvítlaukur
20 gr steinselja söxuð
200 gr blaðlaukur (julienne skurður)
100 ml fiskisoð
salt og pipar
Aðferð:
Laukarnir eru léttsteiktir á pönnu.
Kræklingarnir eru settir í pönnuna, víninu er bætt í ásamt soðinu og soðið niður með loki.
Passið að sjóða kræklinginn þar til að allir hafa opnað sig, annars er þeim hent sem opnast ekki.
Berið kræklinginn fram í djúpum disk í eins konar fjall og soðinu hellt yfir hann, steinseljunni er svo stráð yfir.
Höfundur er Hákon Bragi Valgeirsson matreiðslumeistari.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt4 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Keppni4 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars