Viðtöl, örfréttir & frumraun
Kaffi Rauðka og Hannes boy opna aftur eftir vetrardvala
Veitingastaðirnir Kaffi Rauðka og Hannes boy á Siglufirði opna í dag en þeir hafa verið lokaðir yfir síðastliðinn vetur.
Helgi Svavar Helgason er nýr rekstraraðili sem ætlar að bjóða upp á eldbakaðar pizzur á Kaffi Rauðku. Á matseðli í tilefni opnunarhelgi er boðið upp á 6 tegundir af pizzum:
1. Tómatar – Mozarella
2. Mascarpone, kartöflur og rósmarin.
3. Salami, döðlur, tómatar og mozarella.
4. Ansjósur, capers og lauk.
5. Parmaskinka, rucola, parmesan, tómatar og mozarella.
6. Gústi ræður (surprise pizza frá Gústa bakara).
Allar pizzur eru á 2.450 kr. nema margherita er á 1.900 kr.
Hannes Boy er með breyttu sniði, í stað þess að bjóða upp á forrétti, aðalrétti osfr., þá er í boði kúluís, bananasplit, vöfflur, heitt súkkulaði, espresso kaffi og fleira.
Opnunartími er frá klukkan 12:00 til 20:00.
Mynd: facebook / Kaffi Rauðka
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn3 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn1 dagur síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn2 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn2 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt22 klukkustundir síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu






