Frétt
COVID-19 og eftirlit í matvælafyrirtækjum
Matvælastofnun vekur athygli á breyttu fyrirkomulagi eftirlits stofnunarinnar með matvælavinnslum þar sem áhersla er á rafrænar lausnir. Með þessu vill stofnunin fyrirbyggja að eftirlitsheimsóknir geti leitt til frekari útbreiðslu kórónaveirunnar milli fólks.
Reglubundið eftirlit mun fylgja eftirlitsáætlun. Til að koma til móts við óskir framleiðenda um takmarkaðan aðgang að fyrirtækjum og vegna smithættu verður leitast við að hluti eftirlits fari fram í fjarfundarbúnaði eða á annan sambærilegan hátt með rafrænum lausnum.
Þar með næst að staðfesta að þær fyrirbyggjandi aðgerðir í matvælafyrirtækjum sem er ætlað að tryggja öryggi matvæla séu virkar nú sem áður. Þess er vænst að fyrirtæki leggi fram þau gögn sem óskað er eftir af hálfu eftirlitsmanns.
Um leið og aðstæður leyfa mun eftirlit fara fram á hefðbundinn hátt.
COVID-19 og matvæli – spurt og svarað á vef Matvælastofnunar
Mynd: úr safni

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr kafli í Fiskbúð Fjallabyggðar – veitingastaður tekur við af fiskborðinu
-
Keppni2 dagar síðan
Ungt og hæfileikaríkt fagfólk keppir fyrir Íslands hönd í Silkiborg
-
Keppni4 dagar síðan
Uppfært: Brauðtertukeppni fagmanna frestað
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Opnunartími Innnes yfir páskahátíðina
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Gabríel Kristinn – Kokkur ársins 2025 – leiðir þig í gegnum fullkomna páskamáltíð
-
Frétt5 dagar síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Hlaðborðsvörur í úrvali hjá Bako Verslunartækni