Frétt
COVID-19 og eftirlit í matvælafyrirtækjum
Matvælastofnun vekur athygli á breyttu fyrirkomulagi eftirlits stofnunarinnar með matvælavinnslum þar sem áhersla er á rafrænar lausnir. Með þessu vill stofnunin fyrirbyggja að eftirlitsheimsóknir geti leitt til frekari útbreiðslu kórónaveirunnar milli fólks.
Reglubundið eftirlit mun fylgja eftirlitsáætlun. Til að koma til móts við óskir framleiðenda um takmarkaðan aðgang að fyrirtækjum og vegna smithættu verður leitast við að hluti eftirlits fari fram í fjarfundarbúnaði eða á annan sambærilegan hátt með rafrænum lausnum.
Þar með næst að staðfesta að þær fyrirbyggjandi aðgerðir í matvælafyrirtækjum sem er ætlað að tryggja öryggi matvæla séu virkar nú sem áður. Þess er vænst að fyrirtæki leggi fram þau gögn sem óskað er eftir af hálfu eftirlitsmanns.
Um leið og aðstæður leyfa mun eftirlit fara fram á hefðbundinn hátt.
COVID-19 og matvæli – spurt og svarað á vef Matvælastofnunar
Mynd: úr safni
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Markaðurinn3 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn2 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn24 klukkustundir síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra






