Keppni
Kornax á stóreldhúsinu 2019 í Laugardalshöll
Á stóreldhúsinu í Laugardalshöll mun Kornax standa fyrir keppni í brauða og kökugerð fyrir fyrsta árs bakaranema í Hótel-, og matvælaskólanum. Keppendur eru 10 talsins og hafa þeir verið að undirbúa stykkin sín undanfarnar vikur. Keppnin fer þannig fram að fyrri daginn verður keppt um besta brauðið og seinni daginn er keppt um besta vínarbrauðið og besta snúðinn.
Verðlaunin eru ekki af verri endanum en stigahæsti neminn fær styrk fyrir skólagjöldum næstu annar frá KORNAX, gjafakörfu frá Nóa Síríus, Nesbú egg og hveiti. Einnig verða veitt vegleg verðlaun fyrir besta brauðið, besta snúðinn og besta vínabrauðið.
Dómarar verða þrír að þessu sinni og munu þeir dæma stykkin en gestir sýningarinnar fá að taka þátt með því að smakka og kjósa það sem þeim líkar best. Tekið verður tillit til þeirra atkvæða við dómgæsluna.
Við erum afar spennt fyrir þessu skemmtilega tækifæri til þess að vinna með og hvetja bakara framtíðarinnar áfram með þessum hætti og óskum þeim öllum góðs gengis í keppninni.
Síðan hvetjum við alla sem koma á sýninguna til þess að koma við á básnum okkar og gefa sitt atkvæði.
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Frétt1 dagur síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Markaðurinn14 klukkustundir síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn3 klukkustundir síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024