Freisting
Gripið og Greitt, opnar
Í gær opnaði birgðaverslunin Gripið og Greitt (Cash and Carry) að Brúarvogi 3 en þar er til húsa nýtt vöruhús Dreifingar. Að sjálfsögðu mætti Freisting.is á svæðið til að taka dæmið út og ekki varð maður fyrir vonbrigðum.
Staðurinn er bjartur rúmgóður og ágætt úrval vara, einnig er aðkoma til fyrirmyndar, sagði mér innanbúðarmaður að hugmyndin væri að vera líka með vörur sem eru ekki seldar annarstaðar og benti mér á flottar andarbringur sem þeir létu reykja fyrir sig og eru seldar 2 í pakka sem dæmi, annað er gravy í líters dósum frá Campell í nokkrum tegundum, einnig Bearnaisesósan frá Kjötbankanum.
Þessi verslun er kærkominn viðbót á markaðinn og setur vonandi á stað samkeppni í þessari tegund verslana þar sem ekki er lengur bara 1 aðili í boði.
Við Freistingarmenn óskum þeim til hamingju með verslunina og verður gaman að fylgjast með ýmsu sem þeir eru með á prjónunum en ekki tímabært að setja í loftið núna.
Smellið hér til að skoða nokkra ramma sem skotnir voru af Matta myndara.
> Formlega opnanir / Cash and Carry
Mynd: Matthías
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Wolt hefur sendingar á Stokkseyri og Eyrarbakka
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 klukkustundir síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Vín, drykkir og keppni24 klukkustundir síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni1 dagur síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Óhæfar saxaðar döðlur til neyslu