Áhugavert
Matarsinfónía í hæstu hæðum
Síðastliðið haust opnaði nýr veitingastaður í miðborg Reykjavíkur nánar tiltekið í Zimsen húsinu sem nú er búið að koma fyrir í Grófinni og hefur verið gert upp, en staðurinn er í kjallara hússins og heitir Fiskfélagið.
Crew 1 var þess heiðurs njótandi að vera boðið að koma og smakka á því sem þau er að gera í matarlegum skilningi.
Þegar maður kemur inn á staðinn fær maður svona róandi tilfinningu, frekar dimmt en passar vel saman með innréttingunum og lýsingunni, fremst er barinn og inn af er aðalsalurinn og gengið niður í eldhúsið úr miðjum salnum á þeirri hlið sem vísar í átt að Restaurant Reykjavík.
Hér fyrir neðan kemur matseðillinn og eru allir réttirnir á nýja a´la carte seðlinum sem var tekinn í notkun í byrjun árs.
Stóra alheimsreisan
Brauð:
Volgt snittubrauð með fennelsultu, skyrsmjöri og chilli salsa
Smakk:
Hangikjötstartar í krukku með rauðbeðum og dönsku sinnepi
Ísland Tröllasúra:
Steiktur Leturhumar,smjöreldaðar gulrætur, hundasúruhlaup og brennivíns eggjafroða
Spánn Chorizo:
Hægelduð Grísasíða og Gnocci með sinnepsjarðeplum, beikonpúðri,
ólifusandi og negulnagla Tio Pepe
Hawai Five spice:
Túnfiskur með kongakrabba, soja geli, pinacolade sorbet og Sesam
Ísland Súrmjólk:
Reykt ýsa og humar í súrmjólkurfroðu með rúgbrauðsmold, jarðepli á tvo vegu, radísa og sólselja
Noregur Myrkilsveppir:
Bleikja elduð á 3 vegu og kryddbrauð, sólseljukrem, hvítur súrmjólkurís, reykur, sultuð fennika og myrkilsveppafroða
Ísland Haframjöl:
Steiktur skötuselur og queil egg, brokkolí mauk, smælkikaka, humar hollandies, kálfasoð
Usa. BBQ:
Viðargrillað Nautaribeye og folaldapiparsteik með portobellusvepp, rauðvínsdjús og franskar í poka
Frakkland Heslihneta:
Heit súkkulaði kaka með núgat ganach inní og þeyttum, heslihnetum, perum, ristaður kókos og kókos sorbet
Mexico Drekaávöxtur:
Sorbet, mango, passion, drekaavöxtur með valhnetuhrauni, súrsæt ástríðursósa og jarðaberjahlaupi
Ísland Skyr:
Mjúk ostakaka, sítrónuskyr sorbet, skyr froða, volg bláberja muffins
Ítalía Nutella:
Alvöru Tiramisu með kaffikaramellusósu, jarðaberjum og vanillustangaís
Það er skemmst frá því að segja annar eins matur hefur ekki oft farið inn um varir mínar á Íslandi, samspil bragða og eldun alveg fullkomin og eins gott að viðurkenna það strax að ekki var möguleiki að finna feilnótu í þessari matarsinfóníu.
Þeir eiga hrós skilið fyrir eldamennskuna og þegar við litum inn í eldhúsið þá voru allir sallarólegir þó svo að salurinn væri fullur, ekki má gleyma þjónustunni sem var hárfín og ljúf og setti punktinn yfir I-ið fullkomlega.
Við hjá Freistingu bjóðum Fiskfélagsmenn velkomna í flóru Reykjavíkur og óskum þeim góðs gengis í framtíðinni.
Myndirnar tók Matthías Þórarinsson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn4 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn5 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun21 klukkustund síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Frétt4 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn3 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays






