Veitingarýni
Tryggvaskáli aftur orðinn veitingastaður
Um kvöldið lá leið okkar í Tryggvaskála, sem er elsta og frægasta húsið á Selfossi byggt 1890. Húsið hefur verið tekið í gegn og man ég ekki eftir að hafa séð húsið að utan eins fallegt og það er í dag. Það eru þeir Tómas Þóroddsson og Fannar Ólafsson matreiðslumenn sem eru við stjórnvölinn og sem veitingastjóri hjá þeim er Sigurður Lárusson framreiðslumaður.
Er inn var komið inn var eins og maður færi 100 ár aftur í tímann og fékk maður strax góða tilfinningu fyrir staðnum, þeir segjast leggja áherslu á hráefni úr héraði, eldað eftir bæði innlendum og erlendum matarhefðum.
Svo kom Sódavatnið á borðið og þar með hófst þessi ferð:
Smakkaðist hún alveg prýðilega
Mjög bragðgott, en hefði mátt vera aðeins meira af öndinni
Flott steiking á fiskinum, froðan góð en jarðskokkarnir of harðir undir tönn

Ölfusárlax með byggottó frá Ólafi Eggertssyni frá Þorvaldseyri. Spergilkál, eldpiparsteikt brauð, sólblómafræ, stóri Dímon og bláberjatónað karmellusmjör
Þessi var alveg svakalega góður, bragð tónaði vel saman, ekkert sem yfirtók bragðið, vel heppnaður.

Lambaframhryggur úr Flóanum. Lagskiptar kartöflur, jarðskokkar, gulrót, döðlumauk, lioneslaukur og púrtvínsgljáa
Loksins fengum við flott steikt lambaprime, lúnamjúkt kjötið, meðlæti vel við hæfi utan þess að rauðrófurnar voru helst til harðar
Flott skyrbragð, súpan frábær á bragðið, eina sem hægt er að setja út á er að rabbabarinn hefði þolað meiri eldun.
Þjónustan var til fyrirmyndar og er alveg óhætt að mæla með því að gera sér ferð þangað, fórum ánægðir út og stefnt á Menam guesthouse þar sem gist skyldi. Góða Nótt.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið7 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn7 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni7 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn4 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn7 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Markaðurinn4 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn


















