Pistlar
Hvað er súkkat?
Súkkat, sem einnig er kallað glæbörkur, er sykraður börkur svokallaðrar skrápsítrónu (Citrus medica). Eins og nafnið gefur til kynna er skrápsítróna sítrusávöxtur en aldinkjöt hennar þykir ekki gott til átu. Hún er því aðallega ræktuð vegna hýðisins.
Skrápsítrónan er skorin í sundur, aldinkjötið fjarlægt og börkurinn látinn liggja í pækli í 40 daga eða svo. Síðan er hann soðinn, sykraður og þurrkaður og er þá orðinn að súkkati. Súkkat er aðallega notað í kökur og sælgæti. Úr safameiri afbrigðum skrápsítrónu er einnig hægt að nýta safann. Skrápsítrónan gegnir líka veigamiklu hlutverki í uppskeruhátíð Gyðinga, sukkot.
Skrápsítróna heitir á ensku citron, á dönsku cedrat, á sænsku sötcitron, á frönsku cédrat og á þýsku Zedrate. Venjuleg sítróna heitir hins vegar lemon á ensku. Súkkat kallast candied peel eða candied citron á ensku, á dönsku sukat og sænsku suckat, á frönsku cédrat og á þýsku Zitronat.
Heimildir:
Orðabanki Íslenskrar málstöðvar
Citron hjá NewCROP, Purdue-háskóla
Celebrate Sukkot
Vísindavefurinn
Mynd: úr safni
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Snædís kveður ION hótelið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr ítalskur veitingastaður opnar í Smáralindinni
-
Keppni23 klukkustundir síðan
Grétar Matthíasson keppir í kokteilagerð um helgina í stærsta spilavíti í Evrópu
-
Uppskriftir5 dagar síðan
Jóla rauðrófur
-
Keppni2 dagar síðan
Guðmundur og Svala hrepptu titilinn Íslandsmeistarar í brauðtertugerð
-
Keppni2 dagar síðan
Ingi Þór Einarsson á Útópía er hraðasti Barþjónn Íslands – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Einstaklega vel heppnað matarmót – Myndaveisla
-
Markaðurinn23 klukkustundir síðan
Vel heppnað eftirréttanámskeið Iðunnar og Ólöfu Ólafsdóttur Konditor og eftirréttameistara – Myndir og vídeó