KM
Októberfest fundur Klúbbs Matreiðslumeistara
haldinn þriðjudaginn 6. október n.k. í Ölgerðinni kl. 18.00 stundvíslega.
Dagskrá fundarins helgast af tilefninu og munu Ölgerðarmenn sýna okkur þessar glæsilegu nýju höfuðstöðvar og vöruhús. Einnig verður kynning á sérdeildum þeirra Hressing og Gnótt.
Í boði verða veigar að hætti gestgjafanna og saman munum við sjá til þess að allir sprengi sig á þýskum bjórmat,pylsum, heitum hamborgarhrygg, og hvað þetta nú heitir allt þarna í Bæjaralandi.
Inní dagskrána fléttast hefðbundin fundarhöld með kynningu á landsliðinu okkar og ungliðahópi KM sem Hrefna Sætran er að koma svo faglega af stað um þessar mundir.
Fyrir matarhlutann mun KM rukka kr 1500/- en drykkir verða í boði gestgjafanna.
Kæri félagi:
Vinsamlega athugið breyttann fundartíma í vetur ( fyrr heim ) og mætið í kokkajakka og svörtum buxum.
Sjáumst
Stjórn KM
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Meistaradagurinn í Hótel- og matvælaskólanum
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Wolt hefur sendingar á Stokkseyri og Eyrarbakka
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni17 klukkustundir síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni19 klukkustundir síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Óhæfar saxaðar döðlur til neyslu