Uncategorized
Veitingastaðir opna aftur eftir fellibylinn Katrínu
Nú hafa um 430 veitingastaðir, af um 1350, opnað aftur eftir að fellibylurinn Katrín gekk þar yfir síðastliðið haust.
Gert er ráð fyrir að hinn kunni veitingastaður, Brennans, sem þekktur er fyrir einn besta vínkjallara veraldar, verði opnaður í apríl næstkomandi.
En þó veitingastaðurinn verði opnaður á ný, voru skemmdir þar miklar og allt vínsafnið, alls um 35000 flöskur, eyðilagðist. Þar voru miklir dýrgripir á borð við Haut Brion 1929, Lafite og Latour árgangur 1897, Lafite 1891og 1945 af Lafite og Haut Brion.
Í samtali við Decanter.com, sagði Vínþjónn staðarins, Harry Hill, að aðkoman hefið verið hræðileg, en því miður hefið ekki verið hægt að gera neitt né bjarga neinu. Hann er staðráðinn í að byggja vínsafnið upp aftur, en því miður verður einhver bið á að það verði eins glæsilegt og það var, því ómögulegt getur reynst að komast yfir suma árgangana sem eyðilögðust.
Heimild: Decanter.com
Heiðar Birnir Kristjánsson

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni5 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt4 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift: Kjúklingalasagna með rjómaosti og spínati
-
Starfsmannavelta1 dagur síðan
Veitingageirinn titrar: Bloomin’ Brands með umfangsmiklar uppsagnir
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Panera Bread lokar tveimur bakaríum í Kaliforníu og segir upp 350 starfsmönnum
-
Keppni9 klukkustundir síðan
Nýr vettvangur fyrir brauð-sérfræðinga: Heimsmeistaramót brauð-sommelier í fyrsta sinn
-
Markaðurinn1 dagur síðan
90 cm gaseldavél til sölu