Uncategorized
Veitingastaðir opna aftur eftir fellibylinn Katrínu

Nú hafa um 430 veitingastaðir, af um 1350, opnað aftur eftir að fellibylurinn Katrín gekk þar yfir síðastliðið haust.
Gert er ráð fyrir að hinn kunni veitingastaður, Brennans, sem þekktur er fyrir einn besta vínkjallara veraldar, verði opnaður í apríl næstkomandi.
En þó veitingastaðurinn verði opnaður á ný, voru skemmdir þar miklar og allt vínsafnið, alls um 35000 flöskur, eyðilagðist. Þar voru miklir dýrgripir á borð við Haut Brion 1929, Lafite og Latour árgangur 1897, Lafite 1891og 1945 af Lafite og Haut Brion.
Í samtali við Decanter.com, sagði Vínþjónn staðarins, Harry Hill, að aðkoman hefið verið hræðileg, en því miður hefið ekki verið hægt að gera neitt né bjarga neinu. Hann er staðráðinn í að byggja vínsafnið upp aftur, en því miður verður einhver bið á að það verði eins glæsilegt og það var, því ómögulegt getur reynst að komast yfir suma árgangana sem eyðilögðust.
Heimild: Decanter.com
Heiðar Birnir Kristjánsson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Markaðurinn4 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun12 klukkustundir síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Markaðurinn2 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Frétt3 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu





