Frétt
Örugglega eitt af girnilegustu störfum í heimi – Viltu vinna við að borða?
Nova leitar að manneskju i girnilegasta starf í heimi en farsímafyrirtækið auglýsir eftir banhungruðum starfskrafti til að smakka öll 2 fyrir 1 tilboð Nova. Umsóknarfrestur er til 10. febrúar n.k.
Auglýsingin er á þessa leið:
Girnilegasta starf í heimi!
Við leitum að ljúffengasta 2f1 réttinum
Áttu eftir að borða? Okkur vantar eldhressa og banhungraða óuppgötvaða samfélagsmiðlastjörnu til að bragða öll 2f1 tilboð Nova. Jebb, þú færð að borða að vild á öllum stöðum sem bjóða 2f1 — og að sjálfsögðu getur þú boðið einhverjum með þér.
Við fylgjumst svo með matarævintýrinu á samfélagsmiðlum Nova og finnum saman besta 2f1 réttinn.
Ef þú telur þig hafa bragðlaukana, magann og rétta hugarfarið sækir þú um starfið. Verði þér að góðu!
Mynd: úr safni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt15 klukkustundir síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt4 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Keppni5 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum