Uncategorized @is
Jólapartý Stella Artois á Bjórgarðinum
Hið árlega jólapartý Stella Artois fór fram nú á miðvikudaginn, til að fagna útkomu hátíðarútgáfu Stella Artois í 750ml flösku.
Að þessu sinni var fögnuðurinn á Bjórgarðinum og óhætt að segja að margt hafi verið um manninn. Logi Bergmann sá um veislustjórn og leysti það verkefni af sinni alkunnu snilld.
Tríóið Jazzenhausen sá um tónlistina og leynigestur kvöldsins, Eyþór Ingi, tók nokkur lög með hljómsveitinni og var líflegur á sviðinu í gríni og eftirhermugír.
Stella Artois, í þeirri mynd sem við þekkjum hann í dag, var upphaflega bruggaður sem jólabjór fyrir íbúa Leuven, heimabæjar Stellu. Bjórinn sló svo rækilega í gegn að ákveðið var að brugga hann allt árið um kring.
Í dag er Stella Artois mest seldi belgíski bjór heims og lang vinsælasti flöskubjórinn á Íslandi.
-
Markaðurinn1 dagur síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Pistlar5 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn2 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Vín, drykkir og keppni12 klukkustundir síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Markaðurinn4 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar















