Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýtt kaffihús opnar á Akureyri
Í ágúst s.l. voru dyr Listasafnsins á Akureyri opnaðar að nýju eftir stórfelldar endurbætur og stækkun á húsakynnum þess. Sýningarsalir voru áður fimm en eru nú tólf og að auki var nýtt kaffihús opnað á safninu.
Framkvæmdir við endurbæturnar hafa staðið yfir í rúmt ár og safnið að mestu verið lokað gestum og gangandi á þeim tíma.
Sýningahald hefur engu að síður verið stöðugt þar sem aðalsýningarýmið færðist yfir í Ketilhúsið. Með endurbótunum voru byggingarnar tvær sameinaðar með tengibyggingu.
Gil Kaffihús er staðsett í tengibyggingu milli aðalbyggingu safnsins og Ketilshússins. Kaffihúsið býður upp á fjölbreyttan matseðil, súpur, nachos með ídýfum, girnilegar samlokur, gott úrval af kaffi, nýbakað croissant, alvöru hnallþórur svo fátt eitt sé nefnt.
Kostnaður við endurbætur og stækkun Listasafnsins á Akureyri nemur um 700 milljónum króna.
Myndir: facebook / Listasafnið á Akureyri og Gil kaffihús

-
Keppni18 klukkustundir síðan
Þessir fimm keppa til úrslita um titilinn Kokkur ársins 2025 – Grænmetiskokkur ársins fer fram á morgun
-
Keppni2 dagar síðan
Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins – Spennandi helgi framundan
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Leyndarmál atvinnukokkanna: 8 fagleg eldhúsráð sem spara tíma og fyrirhöfn
-
Keppni1 dagur síðan
Fréttavaktin: Forkeppni um Kokk ársins 2025
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Lúxusbrauðterta fyrir ostunnendur – dásamlega einföld
-
Keppni17 klukkustundir síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna komið til Parísar – Heimsmeistaramótið framundan
-
Keppni3 dagar síðan
Reykjavík Cocktail Week: Sjö dagar af kokteilum, stemningu og viðburðum – Hátíðin fer fram 31. mars – 6. apríl
-
Frétt5 dagar síðan
Frá Fljótum til frægðar: Geitamjólk og gæði skila Brúnastöðum landbúnaðarverðlaununum 2025