Freisting
Ekki sama fyrir Jón og Séra Jón
Og þar á ég við Kjaftforan einstakling sem er þekktur fyrir að niðurlægja þáttakendur í leiknum Hells-Kitchen annars vegar og hins vegar í Kitchen Nightmares þar sem hann tekur á vandamálastöðum og kemur þeim á rétt ról.
Veitingaveldi hans telur um 20 staði út um allan heim.
Hann er handhafi á 12 Michelinstjörnum sem gerir hann þriðja í röðinni um fjölda þeirra.
Og ef þið hafið ekki áttað ykkur á hver maðurinn er þá heitir hann Gordon Ramsey.
En nú á þessi bjargvættur veitingastaði sjálfur í vandræðum með sína eigin staði og hefur þurft að selja nokkra frá sér og segja upp 15% af starfsfólki sínu, vegna lausafjárskorts en eitthvað heyrði maður af því að Kaupþing hafi fjármagnað hann, kannski leynist nafnið hans í lánabókinni frægu.
Annað um daginn var blaðamaður með kappann í viðtali og sýndi mynd af illa eldaða steik frá Maza í London og spurði hann út í steikina og var nú ekki meiri maður en svo að hann rauk á dyr úr viðtalinu alveg brjálaður.
Sjá má alla greinina hér.
Væri ekki viturlegt að hann tæki til bakgarðinum hjá sér áður en hann hraunar yfir aðra, hvað finnst ykkur?
Mynd: Getty Images
-
Markaðurinn23 klukkustundir síðan
Rótgróið bakarí / verslun og kaffihús til sölu eða leigu
-
Bocuse d´Or14 klukkustundir síðan
Frakkar sigruðu Bocuse d’Or 2025 – Sindri Guðbrandur í 8. sæti
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or17 klukkustundir síðan
Sjáðu keppnisrétti Sindra hér – Myndir
-
Bocuse d´Or23 klukkustundir síðan
Sindri Guðbrandur hóf keppni í Bocuse d´Or í morgun – Bein útsending
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Sindri keppir í Bocuse d´Or
-
Keppni2 dagar síðan
Daníel Oddsson á Jungle hreppti Bláa Safírinn 2025 – Myndaveisla