Vín, drykkir og keppni
Himbrimi Gin vann silfur verðlaun
Himbrimi Gin hlaut silfur verðlaun í alþjóðlegri keppni áfengisframleiðenda, San Francisco World Spirits Competion. Þetta er í átjánda skipti sem keppnin er haldin og tóku rúmlega 2200 keppendur þátt.
Í tilkynningu segir að Himbrimi er handgert íslenskt gin sem flokkast sem „Old Tom Gin“ en það er forveri London Dry gins sem allir þekkja. Ginið byrjaði fyrir fimm árum sem eldhúsverkefni myndlistarmannsins Óskar Ericsson, og var upprunnulega ætlað til einkanota í veiðitúrum. Hugmynd Óskars var að nota blóm og jurtir sem einkenna íslenska náttúru, og eru blóðberg og hvönn í aðalhlutverki.
Fyrsta lotan var sett á flösku sumarið 2016 og hefur vörumerkið vaxið mikið síðan. Er ginið nú þegar fáanlegt í Bretlandi, Þýskalandi, Belgíu, Danmörku, Hollandi, og Ástralíu. Hérlendis er Himbrimi Gin dreift af Glóbus Ehf og er það nú þegar fáanlegt á yfir 75 veitingastöðum og börum um allt land. Brunnur Distillery framleiðir ginið.
Í febrúar skrifaði Brunnur Distillery undir stóran samning um útfluttning til Bandaríkjanna. Samningurinn, sem gerður er til þriggja ára, er við Total Beverage Solution en það fyrirtæki er á top 100 lista yfir bestu drykkjafyrirtæki í Bandaríkjunum. Total Beverage Solution áætlar að selja allt að 54.000 flöskur í Bandaríkjunum á þessum þremur árum.
-
Uppskriftir6 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt5 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun21 klukkustund síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður